Blanda - 01.01.1940, Blaðsíða 7
5
er þaö beinn karlleggur til Lopts ríka og Skarð-
verja, eins og kunnugt er. En kona Magnúsar i
Stóradal var Þuríður Siguröardóttir prófasts á
Grenjaöarstaö, Jónssonar biskups, Arasonar. Dóttir
séra Björns á Snæfuglsstöðum og systir Högna á
Laugarvatni var Sigríður, móðir Finns biskups.
Var Björn Högnason forstjóri fyrir búi biskups i
Bræðratungu allmörg ár, en Knútur, sonur hans,
langafi minn, var á vegum Hannesar biskups,
frænda síns, og hélt Valgerður, ekkja biskups, brú'S-
kaup Knúts sumarið 1S06, um sama leyti sem hún
sjálf giptist Steingrími lektor Jónssyni, síðar bisk-
upi. Byggöi hún svo Knúti jörð sína Drumbodds-
staði, og hafa afkomendur hans búið þar síðan. En
skyldleika þessa viö Hannes biskup get eg vegna
þess, að nafn mitt er þaðan runnið, þótt eg sé
ekki svo hégómlegur að telja mér það til mikils
gildis, þvi að það skiptir í sjálfu sér litlu, og marg-
ur kafnar undir nafni. Slæ eg svo botninn í þessa
ættartölu mina, þótt lengra mætti halda og víðar
koma viö, en þetta mun flestum þykja meira en
nóg.
Foreldrar mínir voru jafnan fremur efnalitil, enda
ómegö hlaðin. Attu þau alls n börn (4 syni og 7
dætur), og var eg elztur þeirra. Dóu 5 á barnsaldri,
flest úr barnaveiki, 3 uppkomin (Narfi, ókv., bl., Jó-
hanna og Elisabet, báðar giptar), en 3 eru enn á lífi:
eg, Þorsteinn hagstofustjóri, yngstur systkinanna,
og ein systir, Guðrún Jakobína, gipt hér í bænum.
Nokkru áður en eg fæddist, lagðist móðir mín í á-
kafri taugaveiki, svo að henni var ekki hugað líf.
Mun eg hafa borið þess menjar í þvi, að eg hef
ávalt verið miklu aflminni í hægra helming likam-
ans og aldrei verið bóklæs með hægra auganu,
og hafa þar engin gleraugu getað hjálpað; auk þess