Blanda - 01.01.1940, Blaðsíða 268
266
og Lambafellsár. Þetta er fremur lítið land og
bendir til, að Hrafn hafi komið seint út. Ás-
geir kneif á Auðnum (talið er, að Auðnar hafi
ekki eftir Styrmi fróða. Þorsteinn tjaldstæðing'ur fékk
þetta land Flosa, er Flosi fluttist út í Landsveit og
byggði bæ í Skarfanesi í landnámi afa konu sinnar,
Ketils einhenda. Flosi Þorbjarnarson virðist hafa kom-
ið seint út (eins og' Kolur Óttarsson í Sandgili), því að
Þórdís mikla, kona hans, var dóttir Þorgeirs Gunn-
steinssonar berserkjabana og Þórunnar, dóttur Ketils
einhenda, en kona Ketils var Ásleif Þorgilsdóttir, Þor-
steinssonar lunans, er fyrstur byggði í Lunansholti á
Landi og nam „efri hluta Þjórsárholta" (Hagasókn frá
Högnalæk og upp að Lækjarbotnum?). Þegar það er
athugað, að kona Ketils einhenda er sonardóttif Þor-
steins lunans, er langfyrstur hefir nurnið land á þess-
um slóðum, fer að verða skiljanlegt, hvers vegna þrír
fyrstu landnámsbæirnir í Landsveit eru svo nálægt hver
öðrum: Þorsteinn lunan og Þorgils, sonur hans, í Lun-
ansholti, Ketill einhendi, tengdasonur Þorgils, á Á —
ofanvert við Ölmóðsey í Þjórsá, norðvestur frá
Hvammi, — og Ketill örriði, „bræðrungr Ketils ein-
henda“, á „Völlum enum ytrum“, þ. e. Minni Völlum.
Líklega hefir hann numið land sitt að ráði Ketils ein-
henda — alveg eins og Ormur auðgi í Húsagarði, þó
að þess sé ekki sérstaklega getið, enda samrýmist ekki
annað þeim orðum, að Ketill einhendi hafi numið
„Rangárvöllu alla ena ytri fyrir ofan Lækjarbotna ok
fyrir austan Þjórsá“. Landnam Ketils örriða er innan
þessara takmarka.
En hvar var landnám Þorgeirs Gunnsteinssonar ber-
serkjabana, tengdasonar Ketils einhenda? Sturlubók
Landn. nefnir Þorgeir næst á eftir Þorsteini lunan, og
næst á undan Ráþormi, er nam Suður-Holtin austan
Rauðalækjar og bjó í Vætleifsholti, en getur ekki um
landnám hans. Segir aðeins frá föður hans, konu og
dóttur, enda telur hún hann ekki landnámsmann. Það
hefir hann þó vafalítið verið. Enda virðist ástæðulítið
að geta um hann í Landnámu aðeins til að skýra frá
því, að hann hafi átt „Þórunni ena auðgu dóttur Ketils