Eimreiðin - 01.01.1923, Qupperneq 6
2
GRÍMUR THOMSEN
eimreiðin
hefir ekki haft svo langan tíma til þess að átta sig á verk-
unum, sem vænta mætti eftir aldri mannsins, enda hafa þau
ekki verið samtíðarinnar börn þegar þau komu út, og því
veitt örðugra að ná þegar í stað tökum á mönnum. En —
auk þessa eru kvæði Gríms þess háttar, að gallar þeirra
liggja í augum uppi, en þau eru því kostauðugri sem dýpra
er kannað. Þess vegna má vænta þess, að Grímur eigi enn.
um stund því hlutskifti að fagna að vera deiluefni, að vera
enn að ryðja sér til landa, þegar lofkestirnir á leiðum sumra
jafnaldra hans eru farnir að verða mosavaxnir.
II.
Það mun leitun í öllum bókmentum heimsins á jafngóðu
Ijóðskáldi og Grímur var, sem hefir átt jafnörðugt með sum
einföldustu atriði formsins. Hann flaskar á sumu af því, sem
eru talin svo sjálfsögð atriði, að þeirra er venjulega alls ekki
getið í ritskýringunni. Af þessu leiðir, að fjöldi lesenda og
ritdómara hafa þóst geta knésett Grím. Er ekki von, að þeim
mönnum, sem lesa kvæði til þess að dilla hlustartólunum,
miklist önnur eins Iýti og rangar áherslur, sundurklofin orð,
ófullkomin stuðlasetning og skothent rím? Þegar slíkar villur
eru taldar á fingrum, að dæmi vandláts skólakennara, er varla
von að skáldið hljóti háa einkunn. Er það ekki líka sjálfsagt,
að úr því maður yrkir ljóð á annað borð, sé formið lýtalaust?
Nei, það er að vísu æskilegt, en ekki vitund sjálfsagðara en
að hann sé stórskáld að hugsun og ímyndun. Það væri góðra
gjalda vert, ef heilmikið af íslenskum Ijóðum væri svo hneyksl-
anlegt að búningi, að engum dytti í hug að fara með þau'
svo að minna af efnisleysu og endileysu læddist inn í hugsurt
manna og minni í sauðargæru hagmælskunnar. Lýtunum 3
formi Gríms er ekki til neins að neita. En einmitt það neyðir
mig til þess að snúa við blaðinu og segja, að úr því að hann
þrátt fyrir þau getur verið annað eins skáld, þá getur þetta
ysta borð ekki verið slíkt aðalatriði sem alment er talið. Vmis-
dæmi mætti færa fram þessu til stuðnings. Eru ekki morg
þjóðkvæðin og viðlögin stuðlalaus og skothend? Eigum ver