Eimreiðin - 01.01.1923, Page 34
30
I VERINU
' EIMREIÐIN5
þagmælskur, og hafði ekki ofmikla löngun til að komast sjálf-
ur í mjúkinn hjá stúlkunni.
Eitt af aðal verkum manna í landlegum var að hirða um
afla sinn, en þá var alt ætilegt hirt af fiskinum, sundmagi,
kútmagi og svil voru hert, og stundum hrogn líka, magarnir
voru dregnir upp á snærisþátt með þar til gerðri beinnál.
Þorskhausar voru þvegnir, helst úr sjó, síður vatni, þóttu
þá „renna“ fremur, síðan ýmist raðað hverjum við annan, með
munnana upp, „skrúfað“, eða hver látinn sér, „trantað“ á steina.
Þegar þeir höfðu þornað nokkuð voru þeir klofnir upp og
lagðir í hlaða.
I »kös« gat fiskur haldist mjög lengi óskemdur, hvernig
sem viðraði, ef vel var kasað svo vatn gæti hvergi staðið í fisk-
inum. Flattur fiskurinn var lagður saman þannig í lítinn hring,
að sporðar komu saman, og utanyfir var lögð önnur röð og
tóku sporðar hennar upp á hina miðja og svo koll af kolli
eftir rúmi og þörfum, kösin þurfti helst að vera í sléttum halla.
Þegar fiskurinn var tekinn úr kösinni og breiddur upp,
venjulega á lága grjótgarða (vergögnin) reið mjög á því að
frostlaus þerrir héldist næstu daga svo fiskurinn næði að þorna
að utan (skelja) ef það heppnaðist var fiskurinn venjulega úr
allri hættu, varð hlaðatækur og með góðri hirðu, besta vara
hvort sem vildi til kaupstaðar eða matar.
En ef illa vildi til og fiskurinn fékk ekki þurk strax eftir
uppbreiðslu, slepjaði hann og varð »maltur«, en meltingur sá
þótti fáum góður matur, og var öldungis óhæf verslunarvara.
Ef fiskurinn fraus í herslunni varð hann að vísu ágæt mat-
vara, en gekk ekki í kaupstað. Væri hann breiddur upp nýr
og þornaði án þess að frjósa varð hann »ólseigur« og illnr
til átu, en ágæt kaupstaðarvara.
Að hirða vel um afla sinn og „bösl“ — svo voru sjóklaeðin
í heild sinni kölluð — tók allmikinn tíma í landlegum, og ef
róið var alla vikuna varð að nota sunnudaginn til þess. Þá
tíðkuðust ekki helgidagaróðrar.
Eins og áður var áminst var það eitt af tillögum útgerðar-
manns að halda hásetum dálítinn glaðning á sumardaginrr