Eimreiðin - 01.01.1926, Qupperneq 23
EiMREIÐIN
Útlagi.
Eg hafði, Gleði, gengið þér á hönd,
og gleymsku falið alla harma mína,
og sárum höndum högguið öll þau bönd,
sem heftu leið á fundi þína.
En aftur þráði’ eg sýn í sorgarheim,
að svala í djúpum harmsins augum mínum,
því það er grunt til botns í bikar þeim,
sem berðu setugestum þinum.
Ég vildi gráta öll hin liðnu ár,
á eldi minninganna hjartað brenna,
og ýfa að nýju gömul sviðasár
og sorgarinnar þunga kenna.
Ég vildi finna það, sem þess er vert,
að þrá að nýju og fórna heitum tárum
og harma aftur gæfugullið hvert,
sem glataðist á förnum árum.
Og liðin æfi lá við hugarsýn
í Ijósi og skuggum hinna gengnu daga.
fiver ást, hver þrá, hver ósk og ætlun mín,
hvert æfintýr og raunasaga.
Ég rakti genginn feril, flókin spor,
við fölan Ijóma af mörgum týndum baugum,
~ en jafnvel þar, sem hvarf mér von og vor,
á veginn starði eg köldum augum.
Þá undraðist ég örlög kærleikans,
hve afl hans virðist koma að litlu haldi,
hve það, sem fylti hug og hjarta manns,
má hjaðna fyrir tímans valdi,
hve skamt á milli báls og ösku er,
og auðvelt hjartans dýpstu þrám að gleyma,