Eimreiðin - 01.01.1926, Síða 28
24
BÓKMENTAVAKNINGIN SKOZKA
EIMRE'Ðltí
horfna frægð þjóðarinnar, fögnum við framlíðinni vonglaðir o9
hrifnir. Við erum ungir og óhræddir.
Ef lil vill kemur mönnum á meginlandi Evrópu þjóðerniS'
vakning vor kynlega fyrir sjónir, en við höfum fyllri ásteeðu
til að deila við nágrannana fyrir sunnan okkur heldur en
Norðmenn og Danir, eða Spánverjar og Portúgalsmenn, hafa
til að deila hvorir við aðra. Það er algengur misskilningu1"-
jafnvel meðal Skota sjálfra, að móðurmálið í láglöndunum °3
suður-héruðum Skotlands sé ekkert annað en ensk mállýzka
og eigi sér engan rétt til að vera sjálfstætt ritmál. Skota1"
voru upprunalega hreinkeltneskur þjóðflokkur, en sú grein
kynflokks þessa, sem sat í landinu þegar Rómverjar komu
þangað, voru kallaðir Piktar þ. e. hinir lituðu. Stöðugt sam-
band var við Irland frá vesturströnd Skotlands, og var þvl
tiltölulega auðvelt fyrir Skota frá írlandi að setjast að fiej'
mennir á eyjunum og í Argyle-héraði. Árið 844 komust báðm
þjóðflokkarnir undir sama konung og bygðu þá tvo þriðlu
hluta landsins. í dalnum meðfram ánni Clyde námu Bretar
land, vegna þess, að Germanir frá norðvesturhluta Þýzka*
lands lögðu England undir sig og ráku þá norður á bógmu-
Bretar voru einnig keltneskir og blönduðust þeim sem fVr,r
voru, án þess til styrjalda kæmi. En í suðaustur-héruðunum>
norðurhluta Norðymbralands, sem var sérstakt konungsrík>>
sátu Englar. Malcolm II. braut þe6si lönd undir sig árið 10^.'
og náði þá konungsríkið Skotland alla leið frá Pentlandsfirð'
að núverandi landamærum Englands og Skotlands, þó að þa^
væri ekki ennþá ein samstæð heild. Það tók langan tíma a^
bræða svo dreifða kynflokka í eina þjóð, og þó að lands'
menn tækju fljótt að skoða sig sem þjóðarheild, töluðu þe,r
þó lengi vel ekki sömu tungu. Tunga Engla, sem kölluð er
skozka, var aðeins töluð í suðaustur-héruðunum umhverf15
Edinborg. Alstaðar annarstaðar í landinu voru talaðar keltnesk'
ar mállýzkur, nema á norðausturströndinni. Þar höfðu norraemr
menn stofnað margar nýlendur og töluðu auðvitað norraenn-
Af stjórnarfarslegum ástæðum var tunga Engla úr suðaustm"
héruðunum hið opinbera mál þjóðarinnar. Þó að sú tunga
væri germönsk, var hún kölluð skozka, en nútíðar enska er
aðallega tunga sú, sem töluð var í mið- og suðurhéruðum