Eimreiðin - 01.01.1926, Qupperneq 30
26
BÓKMENTAVAKNINGIN SKOZKA
EIMREIf>lN
löggjafarstarfið, að því er Skotland snertir, væri flutt fra
Lundúnum til Edinborgar, ef sama þjóðernisdeyfðin drotnaði
eftir sem áður. Samtök okkar ættu sér fullkominn tilverurétt,
þótt við hefðum fengið þjóðþing í Edinborg, ef þjóðin heldur
áfram að taka lélegar dagblaða-bókmentir frá Lundúnum fraIfl
yfir sín eigin gullaldarrit. Stjórnmálamennirnir þjóðræknu reyna
að reisa þjóðlíkamann skozka frá dauðum, en við reynum a^
endurlífga þjóðarsálina.
I fyrsta lagi verðum við að kenna þjóðinni að hugsa a
skozka vísu, En er það nóg? Það má gera ráð fyrir, a^
þetta hefði í för með sér þjóðretnbing og ofstopa, hatur °S
fyrirlitningu til nágrannaþjóðarinnar, og jafnvel styrjöld. En a'J
slíkt væri hættulegt og hin versta heimska. Það væri afsak'
aniegt hefði skozka þjóðin verið kúguð og ofsótt líkt og Irar;
En Skotland hefur blómgast síðan það tengdist Englandi, Þ°
að sú blómgun hafi orðið á kostnað þjóðernisins. Englen<^’
ingar hafa gert Skotum margan grikkinn, en þjóðin skilur
naumast þýðingu þess. Skotar vita ekki, að á tímabilinu fra
því að enska og skozka krúnan sameinuðust árið 1603 °S
þangað til skozka þingið rann saman við það enska arl
1707, gerðu Englendingar alt til að koma í veg fyrir, að Skotar
stofnuðu nýlendur í öðrum heimsálfum. Englendingar tóku
undir sig öll réttindi Indlands-félagsins og gáfu út hin 1
ræmdu siglingalög frá 1651, sem hvorttveggja hafði í för n1e
sér tíðar óeirðir milli verzlunarflotanna á höfum úti. ÞeSar
sambandslögin komust á 1706 voru Englendingar að búa s1^
út í stríð. Skotland sætti svipuðu missrétti eins og ís*an
varð að þola af einokunarverzluninni dönsku, þótt kvaðirnaI
á Skotum yrðu aldrei eins þungar og einokunarklafinn á lS
lenzku þjóðinni.
Það er því ekki nóg, að við kennum þjóðinni að hugsa
skozka vísu. Við þurfum í öðru lagi að rita sögu þjóðarinnar
að nýju. En alt til þessa hefur enginn skozkur sagnfræðinSu^r
ritað sögu hennar frá þjóðernislegu sjónarmiði nema '
George Pratt Insh, í sagnfræðisriti sínu um nýlendufyrh-1®
Skota, sem virðist ætla að verða afbragðs rit. Prófes5
R. S. Rait hefur gefið út bók um skozka þingið, sem e
vart nothæf öðrum en þeim, sem leggja stund á
sagnfr®^1'