Eimreiðin - 01.01.1926, Side 50
46
FRAMTÍÐAR-FARTÆKIN
EIMREIÐ'k'
ríkið á að fara að verja miljónum í járnbrautir, þar sem nota
verði kol til rekstrar, eða hvort hlaupa á yfir það stig í þr0'
unarsögu samgöngumálanna, og leggja alla áherzluna á þa^
að koma upp fyrirmyndar bílvegum um landið þvert og endi'
langt, meðan ekki er ráðist í virkjun fossanna. Þeir, sem ei3a
að gera út um þau mál, en það verður sennilega þingið, settu
að athuga vel, að sumstaðar erlendis eru bifreiðarnar að draga
úr járnbrautarflutningum. Reynast þær járnbrautunum víða
Reykjavík úr loftinu. Höfnin, hluti af vesturbænum og miÖbænum.
skæður keppinautur, einkum hvað fólksflutninga snertir. En
þá væri samgöngunum um landið komið í gott horf, — enda
þótt sporbrautir vantaði enn um skeið — þegar við hefðum
bílvegi um allar sveitir, landshornanna á milli — og fastar
flugpóstferðir.
Ég geri nú ráð fyrir, að sumum muni þykja nóg um, e|
ræða skal í alvöru möguleikana fyrir föstum flugferðum a
Islandi. En ef menn gerðu sér alment ljóst, hve feikilegar
framfarir hafa orðið í þessari grein samgöngumálanna á síð'
ustu árum, væri fremur ástæða til að undrast, að ekkert skuli
enn hafa verið gert að marki til að athuga framtíðarmögu'
leika þessara fartækja hér á landi. Fyrir nokkrum árum var
keypt hingað lítil flugvél. Varð hún mönnum fremur til skemt'