Eimreiðin - 01.04.1926, Blaðsíða 35
E]mreiðin
ÁSTARHÓTIN
115
s^arfar. Þeir hafa líka munað eftir sjómönnunum og efnafólki
^öfuðstaðarins, með þjóðleikhúsinu, til að nefna að lokum að
e>ns ívö dæmi, þar sem hugsjónir flokksins en ekki hags-
munir hafa ráðið aðgerðum.
Jónas Jónsson
frá Hriflu.
Ástarhótin.
Saga eftir Jón jöklara.
Þórði bónda á Hraunsmúla leizt ekki á blikuna. Hann var
öldungis hissa á því, sem fyrir augun bar alla daga sýknt og
^e’lagt, hvar sem honum varð reikað síðustu vikurnar.
^orgerður dóttir hans var trúlofuð. Hún hafði dvalið í
^eVkjavík allan veturinn og vorið, fram í miðjan júlímánuð.
Með júní-póstinum fengu foreldrar hennar bréfið frá henni,
Sern flutti þeim fregnina af trúlofuninni og þar með þá til-
^Vnningu, að í júlí kæmi hún heim með unnusta sínum, sem
mi>ndi dvelja á Hraunsmúla tveggja mánaða tíma. — Hann
^ed Óskar sonur Davíðs kaupmanns, útgerðarmanns og bæjar-
^Htrúa í Reykjavík. Að öðru leyti var gerð sú grein fyrir
^skari í bréfinu, að hann væri skólagenginn og þó ekki beint
rr'entamaður. Annað veifið aðstoðarmaður við verzlun föður
Slns> án þess þó að vera eiginlegur verzlunarmaður. Agætt
værf hann og afburða söngmaður, að vísu lítið þektur á
sviðum listanna, — enn þá. En mundi áreiðanlega ------.
Nú já, þau höfðu hvorugt mjög mikið út á þetta ráð að setja,
mr3Unsmúlahjónin. Við þessu mátti alt af búast um Þorgerði,
Se”n hvað liði. Hún var 22 ára að aldri, hraust og kvillalaus
°9 vel þroskuð bæði til sálar og líkama. Að vísu hefðu gömlu
nlónin bæði kosið fremur, eða fundist líkt og eðlilegra, að
°r9erður hefði hlotið dugandi sveitamann. Og í raun og veru
‘ þau bæði um nokkurt skeið haft augastað á mannsefni
anöa henni þar á næstu grösum; ungum manni og efnilegum,