Eimreiðin - 01.04.1926, Blaðsíða 42
122
ÁSTARHÓTIN
eimreiði^
hentist í ofboði í sömu áttina. Hún náði báðum höndum fasta-
faki í treyjulaf Þórðar, en um seinan þó. Fyr en tilræðið Y^1
stöðvað, buldi hnappheldan á iend hestsins.
»Hafðu þig nú burtu, ólukku gepillinn, og komdu aldrei
fyrir mín augu framar«, másaði Þórður.
Hesturinn var að upplagi ágæta viljugur, en hann var ungur
-og gat verið pratalegur nokkuð. Slíkum áminningum sem
þessari var hann óvanur með öllu. Hann hrökk við ofboðs-
lega og geisaði fram í tröðina; við hann varð engu tauti
komið, hann brunaði áfram stjórnlaust, og er neðst kom 1
fröðina, varð fyrir hliðgrindin; hún brotnaði þegar við áhlauP
hestsins, og fælnis-tryllingur hans jókst nú um allan helmmð-
Hrein furða var það, um jafn óvanan reiðmann sem Oskar
var, hvað lengi hann hékk á baki hestsins; þar kom þó
lokum, að hann misti jafnvægið og slengdist með heljarafh
niður í holtagrjótið. — Þar lá hann blóði drifinn og meðvit'
undarlaus.
Nú stóð ekki á skjótum aðgerðum á Hraunsmúla. Svo
heppilega vildi til, að fólkið stóð að heyskap rétt fyrir utal1
túnið. Nú var það alt kallað á vettvang, karlar og konur’
stúlkurnar til aðstoðar húsfreyjunni við hjúkrunarundirbúnmS’
piltarnir til að innbyrða manninn, meiddan og dauðvona. ^ar
hann borinn heim í brekáni, og sá enginn lífsmark með honum-
Þá var og sendur hvatleikamaður í næsta hérað til að sækla
lækni, og þar í sveitum þótti nást til hans vonum fyr>
ekki leið nema tæpur sólarhringur, þangað til hann kom
vettvang. Nokkurt lífsmark sást þá með Óskari, og er lmkn
irinn hafði lengi fjallað um meiðsli hans, lét hann í ljós P
álit sitt, að ekki væri skotið loku fyrir, að hann mætti lifa 3
áfallið og hverfa örkumlum, ef hann nyti við stakrar hjúkrunar-
Með það fór hann. — —
Það reyndist svo á Hraunsmúla, að sú sem þar átti rnýksf3
hendurnar var Þorgerður; mest öll hjúkrunin lenti því á henn1'
og Óskari miðaði áfram á bataveginum, hægt, en trútt.
Lítið töluðust þau við fyrstu vikuna og varla annað en P ’
sem snerti meiðslin eða umbindin, en öll voru orðaski
þægileg og þykkjulaus. — En eftir því sem batinn 9er .
tryggari, tóku þau að tala fleira, og var þá líkt og gla^na