Eimreiðin - 01.04.1926, Blaðsíða 66
146
ARFINN
eimreidin
hún lók arfann upp með rótum og fleygði honum út í horn
á garðinum,
Arfinn stundi. Hann kendi svo mikils sársauka. Öll blöðm
hans voru murin og kórónan var brotin. Dauðinn stóð h)a
honum: »Komdu með mér«, sagði hann. »Nei«, sagði arfinn
ákveðinn. »Eg trúi því ekki enn, að ég eigi að deyja undir-
eins. Ég, sem ekkert er búinn að starfa annað en að afla
sjálfum mér lífsviðurværis*.
Dauðinn var á báðum áttum með, hvað hann ætti að Sera'
Það lá við að honum stæði ótti af þessum litla arfa. —
Sólin skein, og það var orðið mjög heitt. Arfann sveið >
særðu blöðin sín. Honum fundust rætur sínar vera að brenna.
Dálítil mold hafði fylgt þeim, þegar Kata gamla reif þær upP>
en það stoðaði ekkert, sú mold var orðin heit og þur °3
brendi hann líka.
Skamt frá arfanum lá maðkur. Hann þjáðist líka af hitar
samt þorði hann ekki að fara ofan í moldina, því að himr
maðkarnir höfðu gert samsæri gegn honum, af ógreindum
ástæðum, og rekið hann upp úr moldinni, til þess að láta
hann kveljast í hitanum. Arfinn heyrði kveinstafi maðksins, °S
honum kom til hugar, að reynandi væri að hjálpa honum.
Og arfinn kallaði til maðksins, að hann skyldi koma til sin'
»Ég skal reyna að hjálpa þér«, mælti hann ennfremur.
Maðkurinn kom skríðandi. Þá tók arfinn til máls: »Skríddu
undir blöðin mín, vesalingur, þér skal vera óhætt þar, ÞaU
eru vot meðan blæðir úr þeim.
»Ég hef aldrei verið annað en arfi, þess vegna hafa allir
fyrirlitið mig. Ég vildi að ég hefði verið sólskríkja, þá muu 1
ég þó hafa reynt að syngja vorfegurðina inn í hjörtu mauu
anna, hvernig sem það hefði nú tekist*. — Arfinn hljóðnað1;
hann skalf af kvölum, en maðkinum var borgið. »Ertu ek
tilbúinn arfaskömm?« sagði dauðinn byrstur. »]ú, HkleS3 ’
andvarpaði arfinn. — Og dauðinn tók hann. .
— Eilífðin kraup á annað hnéð og hlustaði. »Mér heyrðist fa a
dropi í hafið mitt«, sagði hún við sjálfa sig. »En hljóðið var
eitt'
hvað svo einkennilegt, alt öðruvísi en það er vant að vera*j
»Það var líka perla, en ekki vatnsdropi sem féll«, sagði ro
úr djúpinu. »Þá perlu vil ég fá í kórónuna mína«, sagði eil>$in