Eimreiðin - 01.10.1926, Blaðsíða 75
ElMRElÐIN
LÆKNINGAUNDRIN 1 LOURDES
347
vatn að streyma fram, og hefur það síðan streymt þar fram
alt til þessa dags. Fjöldi fólks, og þar á meðal hr. Estrade,
horfði á þenna atburð og ætlaði varla að trúa sínum eigin
augum. En það hefur boðist til að vinna eið að því, að at-
burðurinn sé sannur. Þannig er þá hin fræga hellislind í
Lourdes til komin, sú er rennur í vatnsgeyminn undir kirkj-
^nni miklu, sem reist hefur verið í grend við hellinn. Ur lind-
*nni streyma um 120.000 lítrar af hinu helga vatni á dag, sem
Rósinkranskirkjan í Lourdes og umhverfi hennar.
notað er til að baða sjúklingana, sem flykkjast til Lourdes
hvaðanæfa. Það er hreint og tært uppsprettuvatn, og í því
eru engin heilsusamleg efni. I fyrstu var reynt að skýra lækn-
ln2afyrirbrigðin þannig, að ýms heilsusamleg efnasambönd
væru í vatninu. En einhver kunnasti efnafræðingur Suður-
Frakklands, hr. Filhol frá Toulouse, tók af skarið í þessu
^áli, og sýndi fram á efnafræðislega, að lindarvatn þetta væri
alveg samskonar vatn og í öðrum uppsprettum Pyreneafjalla.
Nú verður að fara fljótt yfir sögu. Aðsóknin að Lourdes
varð þegar svo mikil fyrsta árið, að yfirvöldin réðu ekki við
neitt og létu að lokum girða fyrir staðinn og fyrirbuðu öllum
að koma nálægt honum. En námumennirnir í héraðinu rifu
ðirðinguna niður og sungu á meðan »Ora pro Nobis«. Yfir-
völdin létu reisa hana að nýju. Þá tóku menn það ráð að