Eimreiðin - 01.10.1926, Blaðsíða 122
394
RITSjA
EIMREIÐlN^
sennilega eru í henni fleiri uppsláttarorö en í hinni íslenzku orÖabóh
Sigfúsar Blöndals, svo að eitthvaÖ sje tekið til samanburðar.
Þessi orðabók tekur yfir skozka tungu alt frá því er hún varð ritmál
á 14. öld, en á því máli hafa orðið eigi minni breytingar en á íslenzk-
unni frá því er elztu bókmentir okkar urðu til, og telja þó sumir þ*r
breytingar svo miklar, að ekki sé viðlit að hafa eina orðabók yfir 1S'
lenzkuna frá fyrstu tímum. Það hefði sennilega reynst erfitt að fá hinn
mikla fræðaþul Skota á þá skoðun. Skozkan er einnig í eðli sínu mikln
sundurleitara mál, því hún er full af allskonar ósamræmi, sem ekk>
þekkist í okkar tungu. Eins og enskan sækir hún nokkuð víða að efni'
viðuna, og orðabók Jamiesons leitast alstaðar við að sýna skyldleikann
við önnur mál eftir því sem auðið er, en sjálfsagt er ýmislegt athugavert
við ættfærsluna. Þar ber eðlilega talsvert mikið á íslenzkunni, og wun
orðabók Björns Halldórssonar vera heimildin.
Fyrir utan fróðleiksgildi sitt, sem er ómetanlegt, en kemur ekki að
fullu fram í þessari styttu útgáfu, er orðabók Jamiesons að einu ley*1
sérstaklega merkileg fyrir okkur Islendinga, því að sá maður, sem upP'
tökin átti að því að hún varð til, var íslendingur: Grímur Thorkehn
(1752 -1829). Nafn hans er ekki með öllu ómerkilegt í bókmentasögu
Breta, því það var einnig hann sem fyrstur manna gaf út hið fræ9a
fornenska kvæði Beowulf (1815), dýrustu gersemina í fornbókmentun1
Engilsaxa.
Það er þessi helgi dómur Skota, sem nú á að leggjast í fjársjóð liðna
tímans, en birtast endurskapaður í hinni miklu orðabók, sem þeir hafa
falið frægasta málfræðingi sínum, prófessor W. A. Craigie, að semia-
Vinnur að því verki fjöldi lærðra manna með honum, en sjálfsagt verð-
ur þess langt að bíða, að það orðabókarbákn sjái dagsljósið.
Orðabók Warracks er allmjög ólík þessari. Hún tekur að eins yf,r
nýja málið skozka, eða frá því á 17. öld og fram á þenna dag. UpP 1
hana eru einnig tekin þau orð ensk, sem hafa aðra merkingu á Skot
landi en á Englandi. Var bók þessi samin að undirlagi próf. Craigies °g
með hans aðstoð, enda er hún í alla staði hin prýðilegasta. Hún er sl
gerlega fullnægjandi við lestur skozkra nútíðarhöfunda, og sökum ÞesS
hve ódýr hún er, má ætla, að þeir, sem annars Iesa enskar bókment>r
nokkuð að ráði, muni telja þeim krónum vel varið, sem til þess ganSa
" hó^
að kaupa hana. Hún er almenningi handhægari en hin bókin, en su
ætti aftur á móti að vera til á hverju bókasafni, og að sjálfsögðu mun
kennarar og fræðimenn viija eignasf hana. •Sn-