Eimreiðin - 01.10.1926, Blaðsíða 105
EIMREIÐIN
RITSJÁ
377
rannsóknir, sem er að finna í prentuðum ritum. Ekki fjölorðari en Scia-
Sraphia Hálfdanar Einarssonar er um siðskiftaöld, getur hún þó um sitt-
hvað, sem P. E. ÓI. minnist ekki á. Hálfdan hafði séð brot úr hinu
týnda riti Sigurðar Stefánssonar um áifa og vofur (P. E. Ól. 312) og
seS>r ofurlítið frá efninu (Sciagr. 163—4, sbr. og Safn Fræðafélagsins V.
113). Hálfdan segir, að þeir síra Magnús í Laufási og síra Ólafur í
Kirkjubæ hafi ort á latínu undir íslenzkum háttum hvor til annars
(Sciagr. 92, ekki nefnt hjá P. E. Ól. 668—9, né meðal ljóðmæla síra
Olafs). Óttari Quðmundssyni eignar Hálfdan, þó með nokkurum fyrir-
vara, ekki að eins rímur af Vilhjálmi sjóð, heldur og af Þorsteini bæjar-
magni og Þorsteini Víkingssyni (Sciagr. 86, sbr. P. E. Ól. 704—5). Vel
hefði mátt geta þess á bls. 739 neðanmáls, að Hálfdan telur Magnús
Asgrímsson, — og skömmu síðar einnig Magnús prúða, -— hafa kveðið
12 rímur af Vngvari (Sciagr. 85). Svo vandur sem P. E. Ól. annars er
að því að leita til frumgagna, er kynlegt, að hann skuli á b!s. 383 vitna
1 Digtn. pá Island um Chronologia sacra síra Odds á Reynivöllum, en
ekki í frumheimildina, Sciagraphiu bls. 139; sést þar, að ekki er um
s)álfstætt rit að ræða, eins og P. E. ÓI. hyggur, heldur þýðingu. Þrjár
vísur úr kvæði „síra Fúsa“ (bls. 540—41) eru teknar upp í íslenzkar
Sátur o. s. frv. III. 47 — 8, og gæti hent sig, að einhverjum lesanda væri
shárra en ekki að fá tilvísun þangað. I sömu bók, IV. 304 o. áfr., eru
Prentaðar Öfugmælavísur, og virðist svo sem þeirrar útgáfu hefði átt að
Seta á bls. 720. í formála að Heiðrekssöguútgáfu minni eru talin fiest
eða öll handrit, sem til eru að skýringum Björns á Skarðsá við gátur
Gestumblinda (P. E. ÓI. bls. 277), og sýnt fram á ætterni þeirra; enn
fremur er rannsakað þar, hvernig sú gerð sögunnar var, sem Ásmundur
Sæmundsson hafði fyrir sér, þegar hann kvað Hervarar rímur (P. E.
ÖI. bls. 733—4). Á bls. 45—6 sakna ég sögunnar um raunakvæði það,
sem síra Jón Egilsson á að hafa ort, meðan hann sat fastur með fing-
»rna milli steina í Hólafjalli (sbr. Safn I. 18); vel má vera að eitthvað
sé bogið við hana, en hún er merkileg, ekki síður en sagan um Veila í
sherinu, fyrir þá sök að hún sýnir, hvílíka raunabót þjóðin hefur talið í
skáldskap fólgna.
Við þetta skal hnýtt nokkurum fleiri athugasemdum. P. E. Ól. virðist
a bls. 62, eins og áður Jón Þorkelsson í Tímar. Bókm.fél. VIII. bls.
41—2, koma nokkuð ókunnuglega að sögunni um sjónleysi Björns á
Sharðsá í elli hans, en Brynjólfur biskup getur þess þegar 1649 í bréfi
*>1 Worms og segir hann þá nýorðinn blindan (Wormii Epistolæ 1050).