Eimreiðin - 01.10.1926, Blaðsíða 83
ElMREIDIN
LÆKNINGAUNDRIN í LOURDES
355
feti sjúklingsins, sem læknast hafði. Eftir að hafa rannsakað
niálið kvað fundurinn upp svohljóðandi úrskurð: 1) Að lækn-
ln9in á beininu gæti ekki hafa átt sér stað svona skyndilega
með þeim aðferðum og tækjum, sem læknisfræðin hefur yfir
að ráða. 2) Að skýrsla þeirra mörgu sjónarvotta, sem athugað
hafi sjúklinginn rétt fyrir lækninguna, sé nægileg til að sanna,
svo ekki verði um vilst, að beinbrotið hafi átt sér stað, jafn-
vel þótt vantað hefði læknisvottorð um slysið eins og það
Guðsþjónusta undir beru lofti hjá hellinum í Lourdes.
Serðist. Þeir hljóti því að líta svo á, sem með þessari skyndi-
'e9u lækningu hafi gerst óskiljanlegur atburður, með öðrum
0rðum: kraftaverk.
Loks hafa 346 læknar frá ýmsum spítölum og vísindastofn-
Vnum ritað undir svohljóðandi yfirlýsingu um undrin í Lourdes:
Undirritaðir hafa talið það skyldu sína að viðurkenna, að
ijöldi lækninga hafa gerst á sjúklingum í Lourdes, sem talið
Var vonlaust um, og að þessar lækningar hafa gerst á sér-
s*akan og dularfullan hátt, sem vísindin geta enn ekki skýrt
e^a heimfært undir þekt náttúrulögmáU.
Lfr. Bertrin getur þess í bók sinni, sem áður er nefnd, að
a[ öllum sjúkdómstilfellum, sem læknast hafi í Lourdes, sé að
e'ns fjórtándi hlutinn taugaveiklun, og sé rannsóknarstofnunin
1111 alveg hætt að telja þær lækningar með í skýrslum sínum.