Eimreiðin - 01.10.1926, Blaðsíða 71
Eimreiðin ' LÆKNINGAUNDRIN í LOURDES
343
er bví opinberun og tákn guðs dýrðar. Slík trú öðlast ávalt
svar. Fyrir slíkri trú hljóta allir að beygja sig í duftið, hvaða
Suðfræðistefnum eða skoðunum sem þeir fylgja. Þar sem slík
trú er fyrir gerast kraftaverk, og slík trú var það, sem kom
stað lækningaundrunum í Lourdes. En þau eru einhver stór-
feldustu lækningafyrirbrigði dulræns eðlis, sem sögur fara af.
II.
í fögrum og frjósömum dal norðan í Pyreneafjöllunum,
skamt frá landamærum Frakklands og Spánar, stendur smá-
bærinn Lourdes. Áin Gave rennur rétt hjá bænum, en um-
hverfis hann liggja skógi vaxnar hæðir, og er landslagið hið
fegursta. Bærinn var heldur óálitlegur og göturnar þröngar,
enda er hann gamall og má rekja sögu hans alt frá dögum
^ilhjálms sigurvegara. Þar er forn og frægur kastali. En það
er lindin helga og lækningarnar þar, sem hafa gert garðinn
tr$gan. íbúarnir eru ekki nema tæp níu þúsund, en árlega
streyma ferðamenn til bæjarins í tugum og hundruðum þús-
at1da, ýmist sjúklingar til að leita sér lækninga og pílagrímar
1 för með þeim, eða aðrir ferðamenn, sem koma til að sjá
tanna undursamlega stað. Þannig komu ein miljón ferðamanna
‘■1 Lourdes á tímabilinu frá því í apríl og til septemberloka
árið 1923. Margt af þessu fólki er illa búið að vistum og
tatnaði, þó að það verði að hafast við undir beru lofti og
^ÍQaja úti vegna þrengsla, sem oft kemur fyrir. Þó hefur aldrei
komið upp nein farsótt í Lourdes. Alt fer þar fram með friði
°9 spekt, og engin lögregla er í borginni.
Bernadette Soubirous var dóttir bláfátækra hjóna í Lourdes.
^ún var heilsulítil, þjáðist af brjóstþyngslum, en varð þó
snemma að fara að vinna fyrir sér sjálf. Þegar hún var þrettán
ara gömul var henni komið fyrir til þess að sitja yfir fé. Við
tetta var hún í heilt ár, en svo fór hún heim aftur, og fjórtán
ara var hún látin fara að ganga til prestsins. En henni gekk
úla að læra. Aftur á móti var hún mjög bænrækin, en annars
ekkert frábrugðin öðrum stúlkum á sama reki, glöð og kát,
^gar veikindin þjökuðu henni ekki, og laus við alt trúarvingl.
Atburðurinn, sem varð svo afdrifaríkur fyrir Lourdes, gerð-