Eimreiðin - 01.10.1926, Blaðsíða 81
ElMREIÐIN
LÆKNINGAUNDRIN I LOURDES
353
með hinni mestu varkárni og búið um hann á sjúkrabörum.
Samt varð ferðin með járnbrautarlestinni honum til mikillar
kvalar, svo að loks leið yfir hann af þjáningunum. Þegar hann
rankaði við sér stóð móðir hans hjá honum og sagði honum,
að nú væru þau að koma til Lourdes. Hann vék höfðinu frá
henni og neitaði að taka undir bænir hennar. Þó var hann
til altaris um kvöldið hjá hellinum. Hann hafði lofað móður
sinni því. En nú gerist óvæntur atburður. Þegar hann er að
ijúka við að veita hinu heilaga sakramenti viðtöku, grípur
hann áköf löngun til að biðja. En hann getur ekki beðið, veit
ekki, hvernig hann á að fara að því. Hann kemur ekki upp
nokkru orði. Honum finst hann vera að kafna. Svo fer hann
að hágráta. Honum finst eins og ljós streyma inn í sál sína
sinhversstaðar að ofan. Og hann sér — og hann trúir. Tár-
stokknum augum horfir hann á Maríumyndina á syllunni yfir
hellinum, og óendanlegur friður og öryggi sveipast um sál hans.
Seinna um daginn er farið með hann í baðið. Síðan blessa
Prestarnir hann. Það líður yfir hann. Andlitið blánar og líkam-
lnn kólnar upp. Menn óttast, að hann sé skilinn við. Þá opnar
hnnn augun, og heyrir áköllin og bænirnar alt í kringum sig.
Hann reynir að rísa upp við olnboga, en tekst ekki, — reynir
nftur. Og alt í einu stendur hann uppréttur. Skinhoraður er
tann eins og beinagrind, en hann skjögrar fáein skref áfram.
Svo hrasar hann og dettur og er lagður aftur í sjúkrabörurnar.
Vfirlæknirinn við rannsóknarstöðina í Lourdes, dr. Boissarie,
felur þetta einhvern áhrifamesta atburð, sem hann hafi verið
vitni að. Þrjátíu þúsund manns höfðu safnast utan um sjúkra-
^Örur Gargams fyrir framan Rósinkranskirkjuna. Þetta var um
bað leyti sem hinar almennu pílagrímsferðir til Lourdes stóðu
Vfir, og voru um sextíu aðkomulæknar staddir á stöðinni.
^oru það bæði spítalalæknar og prófessorar, innlendir og er-
'endir. Sjúklirgurinn, sem nú var orðinn heill, lá á börunum, og
rUnnu stór tár niður kinnar hans. Hann endurtók í sífellu:
*Heilaga mær, ég þakka þér!« Við h!ið hans liggur móðir
^ns á bæn. Svo er Gargam fluttur inn á stöðina. Hann
stendur á fætur. Hann er í síðum náttfötum og á að sjá eins
°9 beinagrind í líkklæðum. »Við verðum að loka og fresta
23