Eimreiðin - 01.10.1926, Blaðsíða 104
376
RITS]A
eimreið^
raunar eru þýddir úr dönsku einhverntíma um 1570, og hefur þeirra Þ°
áÖur verið getið í riti (sjá innganginn að Islandske Annaler Storms bls-
XXXXIV—VI). En segja má, að hann hafi sjálfur girt fyrir álasanir um
þessi efni, með því að nefna bókina Rithöfunda á titilblaði, enda erU
nafngreind skáld og fræðimenn aldarinnar sannarlega nægilegt viðfangs-
efni í einni skorpu. Einkum hefur verið tafsamt að fást við skáldin, Þ°
að Digtningen pá Island eftir Jón Þorkelsson hafi komið þar að góðu
liði. Kvæðabækur eru í handritasöfnum, svo að hundruðum skiftir, °S
seinlegt að leita í hverri einni, en engin önnur leið fær, ef tína á saman
það, sem eitthvert skáld hefur eftir sig látið. Það er eitt hið nauðsyn-
legasta verk, að könnuð verði vandlega öll kvæðasöfn, sem til erU 1
handriti, og samin eflir þeim fullkomin spjaldskrá í tvennu lagi, annars-
vegar upphöf allra kvæða, fyrirsögn og erindatala, ásamt nafni höfundar,
ef það er greint, og tilvísun, hvar kvæðið sé að finna, hinsvegar alt hið
sama, en þar raðað eftir nöfnum höfunda, og félli þeim megin úr ÞaU
kvæði, sem engum eru eignuð. Slík skrá ætti heima í Landsbókasafm,
og gæti sáttmálasjóður margt Iakara gert en að veita dálítinn styrk •'!
samningarinnar árlega, en íslenzkunemöndum háskólans væri gagnlegt að
leggja fram vinnukraftinn. Um það er þarflaust að fjölyrða, hver not °S
tímasparnaður fræðimönnum, ekki sízt útgeföndum, yrði að þvíl'bu
kvæðatali, ef til væri fullgert.
Óhætt mun nú orðið að gera ráð fyrir því, að náiega öll kurl se
komin til grafar, svo að handritasöfnum muni héðan af ekki bætast heim-
ildir frá siðskiftaöld að neinu ráði. Eigi er þó með öllu útséð um slík1-
Sú fregn hefur flogið fyrir, að fundið sé í Hamborg ekki alls fyrir !öngu
handrit að íslandslýsingu Sigurðar Stefánssonar, sem talin hefur verið
glötuð, og sýnir það, ef satt reynist, að enn er ekki loku fyrir skotið,
að óvæntir hlutir geti komið í Ieitirnar. Mun bráðlega von á nánar'
vitneskju um þetta mál, eða jafnvel útgáfu. Fáum mönnum er jafnvel
trúandi til þess sem P. E. Ól., að láta ekkert sleppa úr greipum sér
innan þeirra safna, sem helzt hafa íslenzkar heimildir að geyma, en ÞaU
djúp verða seint þurausin, og orðið hef ég þess var, að eigi eru nefnó
sum handril, sem átt hefði við að geta, að því er virðist. T. d. erU
Skjöldungavísur þær, er Arngrímur lærði sendi Worm 1638 (P. E-
bls. 219), til í Uppsölum í uppskrift eftir Stephanius (DQ 12—16),
handrit að lækningabók síra Kristjáns Villadssonar (bls. 362), eða köflulTI
hennar, eru geymd í Dublin (Skulerud: Catalogue bls. 47—8, 49).
Dæmi má og nefna um það, að P. E. Ól. hefur sézt yfir atriði eða