Eimreiðin - 01.10.1926, Blaðsíða 49
ElMREIÐIN
FISKIRÓÐUR
321
^ílendar »lokortur«, herfilega ljótar og svartar yfirlitum. Voru
frær taldar að vera hollenzkar, allgóð sjóskip og liggja vel á
fiskreki, Er við höfðum setið stundarkorn, kom slógrúmsmað-
Urinn á mitt borð í stórdrátt, sem við vissum að vera mundi
'*úða af því að hún beiddi, svo hann varð að gefa henni hvað
eftir annað; loks mæddist hún og kom undir borð. Eg var
venjulega látinn bera í, ef drættir komu nálægt mér, því eg
kótti fremur handviss. í þetta sinn tók eg ífæruna — járn-
kfók mikinn — og ætlaði svo sem eg var vanur að krækja
undir kjálkabarðið, bæði var þar bezta haldið og engin skemd
ú fiskinum, en í þetta sinn snerist ífærufjandinn í höndunum
ú mér, svo að hún lenti með háum smelli, flöt á skjallhvítum
fúðukjammanum, sem í sömu svifum reif sig af önglinum og
úvarf á minna en augnabliki. Þetta sá formaðurinn og kallaði
til mín ekki meira en svo blíðlega:
sHélztu þú ættir að fara að klappa einhverri Fljótshlíðar-
^imasætunni!*
Eg þorði auðvitað ekkert við þessu að segja og var víst
ekkert sérlega háleitur, en eg heyrði fullvel, hvernig hlátur-
]nn sauð niðri í skipverjum mínum að þessari fyndni, og einnig
teim, er misti happdráttinn ]) fyrir klaufaskap minn.
Nú hvesti óðum; okkur miðskipsmönnum var skipað að '
f>anka uppi og leggja út. Svo var kipt einu sinni eða tvisvar,
en vindurinn óx svo fljótt, að við héldumst ekki við. Þá skip-
aði formaðurinn að kippa í landvarið upp undir Kistu. Oþreyttir
nienn settust undir allar árar og reru þangað. Þar var nægur
íiskur, en altaf hvesti meira og meira. Við andæfðum eins og
V]ð gátum, en það nægði ekki. „I/antar áfram“, kallaði for-
niaðurinn. »Það skítrekur hjá ykkurl* bættu bitamennirnir við.
‘Þið verðið að sletta út í slógrúminu*, kallaði formaður. —
Eftir það andæfðu átta og höfðu nóg að gera. Þannig var setið
$tundarkorn. Nálægt nóni dembdi yfir heljarmikilli kornélja-
^r'ð; varð élið svo myrkt, að ekki sá nema örlítinn hring fyrir
utan borðstokkinn. Var þá öldungis eins og skipið flyti í
9Hðar-stórum, biksvörtum, vellandi grjónagrautarpotti. »Þetta
er manndrápsél*, hugsaði eg og leið illa.
]) Happdráttur af lúðu var haus með hrygg, sporði og rafabeltum.
21