Eimreiðin - 01.01.1928, Qupperneq 28
8
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMRHIÐ'N
hatur milli Þjóðverja og Pólverja. í vor ráku Pólverjar ýmsa
Þjóðverja úr landi, og varð það orsök þess, að slitnaði upp úr
verzlunarsamningum milli þjóðanna, sem verið
var að koma á. En fyrir atbeina Strese-
manns, utanríkisráðherra Þjóðverja, voru
samningar teknir upp að nýju, og má nu
heita, að kyrt sé með þessum tveim grann-
þjóðum.
Einhver merkasti viðburðurinn á Balkan-
skaganum árið sem leið, er samningsgerð
Albaníulýðveldisins við Ítalíu, sem Mussolim
gerði í trássi við Jugoslavíu og þvert ofan
í yfirlýsingu stórveldanna 1921, um sjálfstæði
Gustav Stresemann. Jandsins. Samkvæmt samningi þessum er
Albanía nú sem næst því að vera jarls-
dæmi undir ítalskri yfirstjórn. í Mexíkó og Nicaragua hafa
staðið síyrjaldir og deilur, bæði innanlands og við Bandaríkia-
menn, — og er þeim ekki enn lokið.
Það væri ærið einhliða, í yfirliti eins oS
fTamfarir09 Þessu> að 3eta aðeins um deilur og stríð, en
minnast ekki í neinu á nokkrar þær umbast-
ur til almenningsheilla, sem gerðar hafa verið á árinu. Þó aö
öldur úlfúðar hafi víða risið hátt, hefur einnig margt verjð
unnið til bóta, sem betur fer. Geipilegar framfarir hafa orðt
á sviði samgöngumálanna, einkum að þv> er
Nmar^iotAfr ' loftferðir snertir, þó að við íslendingar njot-
um því miður ekki góðs af þeim framföru>n
í neinu, enn sem komið er. Af frægum flugafrekum má nefna
Atlantshafsflug Bandaríkjamannanna Byrds, Chamberlins og Le
vines — og Lindberghs. Einkum er flug Lindberghs rómaðmjoS-
Hann flaug frá New-Vork til Parísar í einum áfanga, 20.''
21. maí síðaslliðinn, og er það í fyrsta skifti sem slíkt hem
tekist. Hann var 33 klukkustundir á leiðinni, en vegalenSO'n
er nálega 6000 kílómetrar. Farþegaflug er nú komið í Þ? .
horf í flestum löndum Evrópu, að kostnaður er engu n*eir
við loftferðir en sjó- og landferðir, þegar tekið er fiu>t 1
tímasparnaðarins við loftferðalögin. Þjóðverjar standa flcstu
eða öllum þjóðum framar í því, að halda uppi hagkvaernu
flugferðum bæði fyrir farþega og farangur. Flugfélagið Lu
Hansa í Berlín annast að mestu um þessar ferðir og he 1
notið til þess styrks, bæði frá ríkinu og ýmsum borgum
Þýzkalandi. Hefur styrkur þessi alls numið um 25 rniljonU
marka á ári. Hefur félagið unnið mikið verk og þarft m
því að koma skipulagi á loftferðirnar og sameina þser