Eimreiðin - 01.01.1928, Qupperneq 32
12 *
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimreidin
Þeir, sem fyrstir veittu geislum þessum athygli, voru Eng-
lendingarnir McLennan og Ernest Rutherford,1) eðlisfræð'
ingurinn frægi. Þeir tóku eftir því árið 1903, að einhver
óþektur kraftur hafði áhrif á rafmagnskönnuð (Elecfroscopej,
sem þeir notuðu við rannsóknir sínar. Þeir læstu þá rafmagns-
könnuðinn inni í nokkurra sentimetra þykkum blýkassa til
þess að útiloka þessi áhrif. En það kom fyrir ekki. Ahrifanna
gætti eftir sem áður. Ahrifin gátu hvorki stafað frá venjuleg-
um ljósgeislum eða rafmagnsgeislum, en þá fremur frá radíum-
geislum, því blýhylkið um rafmagnskönnuðinn var ekki þykkara
en svo, að radíumgeislar kæmust í gegn. Hélt Rutherford þv'>
að þessi áhrif á rafkönnuðinn stöfuðu frá radíum í jörðu i
grend við tilraunastöðina. — Næsta skref-
ið í rannsókn þessara geisla var það^ að
svissneski eðlisfræðingurinn Gockel sýndi
fram á það árið 1910, að geislarnir væru
sterkari eftir því sem lengra kæmi fra
jörðu. Var þar með útilokuð sú tilgáta
Rutherfords, að þeir stöfuðu frá radíum
í jörðu. Til þess að sanna þessa styrk'
aukningu, sendi Gockel rafkönnuð í
fari upp í 4500 metra hæð. Næstu fjögur
árin (1910—1914) héldu þeir áfram rann-
sóknunum Austurríkismaðurinn Hess og
R. A. Millikan. Þjóðverjinn Kolhörster. Sýndi Kolhörster
fram á, að streymimagn geislanna oæri
nálega sjö sinnum meira í 9000 metra hæð en við yfi’bor
jarðar. Meðan á ófriðnum mikla stóð, féllu rannsóknirnar alveg
niður. En haustið 1921 og vorið 1922 hóf dr. R. A. Millikan’
prófessor í Kaliforníu, rannsóknir sínar á geislum þessum og
hefur haldið þeim áfram síðan. Einnig hefur dr. Kolhörste
haldið sínum rannsóknum áfram síðan 1923. ,■
2. september síðastliðinn flutti dr. Millikan fyrirlestur á fnn ,
Sambands brezkra vísindafélaga í Leeds, og skýrði þar.r_
hinum merkilega árangri af rannsóknum sínum og samverk^
manns síns, dr. G. H. Camerons. Er útdráttur úr fyrirlestrm
um birtur í tímaritinu Nature 7. janúar þ. á. Rannsóknin13
hafa farið fram uppi á háfjöllum, t. d. haustið 1926 í Ande
fjöllunum í 4620 metra hæð og síðastliðið sumar í Kalifornn •
Til þess að mæla slreymimagn geislanna var rafmagnskönn
um sökt niður í háfjallavatn eitt í grend við Mount WhitneV'
sem er hæst fjall í Bandaríkjunum. Hefur áhrifa geislanna
rafkönnuðinn orðið vart á 57 metra dýpi. Dr. Millikan te
1) Sjá Eimr. XXX, 37.