Eimreiðin - 01.01.1928, Side 42
22
SKREIÐ
eimreiðin
an í sýru. Oft voru roð, sporðar, uggar og þorskhausabein
vandlega hreinsuð, látin saman við skyrsafnið á sumrin o2
skömtuð svo á veturna með súrskyrinu, sem þar að auki var
drýgt með skornu káli. Þetta þótti þá gott og guði þakkað
fyrir saðning, bæði hátt og í hljóði.
Allmiklir erfiðleikar voru á því að afla sér skreiðar, fyrir
þá, sem bjuggu fjarri fiskiverunum. Til þess þurfti fyrst 02
fremst að takast á hendur löng og erfið ferðalög, hafa ráð á
traustum hestum, vel útbúnum, og eiga nægan kaupeyri, ef
skreiðin var ekki afli útróðramanna frá heimilinu. Þessar ferð-
ir voru kallaðar skreiðarferðir, og tímabilið, sem þær stóðu
yfir, ásamt aðalkaupstaðarferðinni, hét /estirnar.
Mér er ekki kunnugt um, að ferðum þessum hafi verið að
nokkru lýst, en nú er margt orðið breytt frá því sem var, þó
ekki sé lengra á að minnast en til 1880—’85. Vegir, áhöld,
viðskifti og ferðalag, alt þetta er gjörbreytt og á sjálfsagt eftir
að breytast enn meira. Þess vegna langar mig að lýsa þess-
um ferðum að nokkru, eftir eigin reynd, eins og þær voru a
þessum tíma og hafa að líkindum verið frá fornu fari.
Þegar komið var að Jónsmessu — eða fyr, ef vel áraði o2
nægilega var sprottið til þess, að góðir hagar væru í áfan2a'
stöðum — og hross komin í góð hold, var farið að búast til
skreiðarferða úr Skaftafellssýslu og sveitunum á Suðurlands-
undirlendinu. Var þá fyrst að aðgæta reiðinga og laga þá eftir
þörfum. Venjulega voru það melreiðingar, sem notaðir voru 1
langferðir. Me/jan var fóðruð að innan með grófu vaðmáh>
en að utan með skinni, og dýnur eins að utan. í klyfberum
voru ávalt leðuróla-móttök, og beizli úr taglhári með trétypP1
á taumsendanum með bú- eða fanga-marki eigandans. Reipin
voru oftast ólarreipi úr niðurristri nautshúð. Svo þurfti að
smíða hestajárn. Þá var smiðja næstum á hverjum bæ. Skeif'
ur voru ávalt fjórgataðar, en vel pottaðar á hælum og ia-
Járnað var með heimasmíðuðum hestskónöglum; var fjöðrin a
þeim miklu gildari en á útlendum hóffjöðrum nú, eigi var
hún klipt þegar járnað var, heldur aðeins lögð út af °S
hnykt þannig. Að klippa af fjöður og hnakkahnykkja þó{tl
óhóf, því naglarnir voru réttir upp, þegar dregið var undan.
síðan eldbornir og lagaðir til, mátti svo nota þá aftur, °S