Eimreiðin - 01.01.1928, Síða 54
34
SKREIÐ
eimreiðin
hressingu, var lagt upp í síðasta áfangann af þeim, er heima
áttu í Rangárvallasýslu. En Skaftfellingar áttu eftir öll stór-
vötnin eystra, sem naumast var á annara færi að ríða yf>r
með lestir. Þar að auki voru þeir ekki hálfnaðir með vega-
lengd sunnan úr Garði austur í Landbrot fyr en í Þverár-
bringum (þ. e. Dufþekjubökkum), að því er alment var talið-
Ferðalög þessi voru ærið þreytandi. Menn urðu að rölta
hægan klyfjagang með þunga lest í taumi eftir vondum og
krókóttum vegslitrum, stundum heila sólarhringa í einu, ef svo
stóð á áföngum, verða sífelt að vera að snúa sér við til að
gæta að, hvernig færi á, fara af baki til að laga á, er þess
þurfti, oft mjög syfjaðir, og það sem verst var, holdvotir, ^
væta var, því hlífðarföt voru léleg eða engin. Stígvél og olí»'
borin föt þektust ekki í þess háttar ferðalögum. Helsta dæsra'
styttingin var að kveða rímnaerindi eða að smáglettast, svo
sem að kalla til þeirra, er framar — eða — fram hjá fóru;
Aftanúr! yfirum! framaf! Þeir, sem þannig voru ávarpaðif
hálfdottandi, tóku venjulega svo hart viðbragð, að þeir voru
komnir af baki áður en þeir höfðu áttað sig á, að ekkert var
að, og urðu glaðvakandi, og var þá tilganginum náð. ÁnæSl3
mikil þótti að mæta kunningja sínum. Var þá sjálfsagt, að sa»
er á heimleið var, tók upp pytluna og hákarlsbita, ef hann
var til, til þess að gæða hinum á, á meðan hvor sagði ððr-
um fréttirnar, ýmist að heiman eða af skreiðarkaupunum. Ann-
ars var mjög lítið um óhófsdrykkju í ferðalögum þessum»
enda voru ofdrykkjumenn gersamlega óhæfir til þessara ferða>
og enginn hefði viljað hafa þá að samferðamönnum. Hitt var
annað, að flestir höfðu einhverja lögg af brennivíni í mal sínum
til að hressa sig á, taka úr sér hroll og skjálfta, er þess Þur^’
og til að hýrga kunningja sína. Þá var ekki að tala um he>
kaffi eða aðrar heitar hressingar.
Þegar í tjaldstað var komið, var nóg að gera og margs
gæta: Laga skeifur undir hestum, flytja þá á haga og he^’
tjalda og búa um sig, bera saman klyfjar og fansa, eftn- ,
hafa hert upp bagga eftir þörfum, því í þurki slaknaði
kaðalreipunum, en í vætu á ólarreipunum, og var það þeirra
versti galli.
Þá er það fréttist heim, að menn væru komnir það n£