Eimreiðin - 01.01.1928, Page 57
EIMREIÐIN
REYKUR
37
slálf. Þorbjörg hafði aldrei orðið hennar vör, fyr en hún fór
að vera með Jóhanni.
Var það ekki annars kynlegt, að bærinn skyldi heifa Hvarf,
Sa sem þau reistu bú á? Henni hafði aldrei komið það til
^ngar, fyr en nú. Var það tákn þess, að alt ætti að hverfa?
En sú .vitleysa! Ekki hafði Þórhallur horfið . . . Og eins
°9 hún ætti ekki að vera þakklát!
Sjálfsagt hafði það að einhverju leyti verið henni að kenna,
a^ alt skyldi fara svona — að alt hafði rúist utan af henni,
tangað til hún fluttist til sonar síns með lítilfjörlega fataleppa
°9 ekkert annað, og var komin í þetta örlitla vinnukonuher-
^er9i, og átti ekkert til að setja inn í það.
Ugglaust hefði Jóhann verið nógu mikill maður til þess að
láta þetta ekki fara svona.
En það hafði þó ekki verið henni að kenna, að taugaveikin
Jóhann frá henni, svo að hún var aðstoðarlaus eftir með
Sex ungum börnum. Hún hafði þá gert það, sem hún hafði
9etað. Og bráðapestin og snjóflóðið mikla voru ekki henni að
er>na. Og ekki heldur verðfallið á skepnunum.
Ef til vill var það henni að kenna, að dætur hennar báðar
°fðu dáið á Vífilstöðum. Þær höfðu kvefast svo illilega á
ar>sleiknum í (Jngmennafélagshúsinu, lent í illviðri á heim-
e,ðinni og aldrei fengið heilsuna eftir það. Hún hefði getað
annað þeim að fara.
~~ Guð minn góður, fyrirgefðu mér, ef það er mér að
enna, tautaði hún fyrir munni sér.
þær langaði svo mikið á þennan dansleik. Önnur þeirra
1111,0 hafa átt von á að hitta þar einhvern, sem þótti vænt
hana. Og einhverja ánægju verða ungmennin að hafa.
n9'nn veit, hvenær fyrir hana tekur með öllu.
Hún gat ekki séð, að það hefði verið henni að kenna, að
lr synir hennar fóru í sjóinn, þegar þeir ætluðu að fara að
^ a undir með henni, svo að um munaði. Hún hefði getað
a°nað þeim að stunda sjómensku. Hún hafði reynt að telja
a af því. Hún hafði alt af verið hrædd við sjóinn. En hvað
aði það? Þeir vildu ráða sér sjálfir. Þeir hlógu að öllu
uskrafi. Og þeir sögðu, að sér væri ekki vandara um en
Utn • • . Og henni var auðvitað ekki vandara um en öðrum.