Eimreiðin - 01.01.1928, Side 62
42 BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI eimreiðiN
hlutverk er að ræða að nokkru — auðvitað mest á yfir-
borðínu, hjá því verður eigi komist í tiltölulega stuttri ritgerð
— hina ýmislegu bókmentaiðju: blaðamensku, skáldsagnagerð
og ljóðagerð Islendinga í Vesturheimi. Sízt er það þó hinn
ómerkasti þáttur í sögu þeirra, og ekki fremur eign þeirra
einna en frændanna heima á ættjörðinni. Bókmentir þjóðar
hverrar eru sameign allra sona hennar og dætra.
En hvern áhuga hefur heimaþjóðin íslenzka sýnt á bók-
mentastarfsemi landa sinna vestan hafs? Hefur hún hvatt
þá til verka eða stutt? Af hálfu meiri hluta manna verður
svarið vart jákvætt. Það mun mála sannast, að hinum ýmsu
ritstörfum Vestur-Islendinga hafi yfirleitt eigi verið sýndur
verðugur sómi austan hafs. Þau hafa þar eigi hlotið verð-
skuldaða eftirtekf. I eftirtektarverðri ritgerð, »íslendingar heima
og erlendis® eftir Skúla Skúlason blaðamann, í Vísi í sumar
er leið, spyr höf.: »Hvernig hefur ársritinu því hinu vandaða,
sem Vestur-íslendingar hafa gefið út um nokkurt skeið, verið
tekið á íslandi? Hverju höfum við launað samúð landa vestan
hafs?« Hyggur hann, að íslendingar heima geti ekki svarað
þessu kinnroðalaust. Eftir fjárhagsskýrslu þjóðræknisfélagsins
að dæma hafa aðeins fáein eintök Tímaritsins verið seld a
Islandi. Auk þess ber félagatalið það með sér, að félags'
menn á íslandi árið 1925—’26, voru aðeins þrír talsins, °S
allir heiðursfélagar. Hér þarf engu við að bæta. Tölur þessar
mæla svo, að engum getur misskilist.
Ekki hafa heldur vestur-íslenzkar ljóðabækur eða önnur
skáldrit yfirleitt átt mikilli útbreiðslu að fagna á íslandi. Er
það dómur þeirra, sem kunnugastir eru því máli. Hvað veld-
ur? Fjarlægðin — eða vanþekking á andlegri vöru íslending3
vestra? Eru ritstörf þeirra ekki Iestrar verð eða viðurkenn-
ingar? Því fer fjarri. Eftir ítarlega rannsókn er ég sannfæ1-^'
ur um það, að Vestur-íslendingar hafa með ritstörfum sínum
— sér í lagi með ljóðagerð sinni — lagt álitlegan skerf til
íslenzkra bókmenta, og er hlutdeild þeirra í bókmentum vorum
eigi aðeins drjúg að stærð, heldur einnig að fjölbreytni oð
listgildi. Og þessvegna ber ritstörfum þeirra meiri virðing °S
eftirtekt en þeim hefur til þessa sýnd verið á íslandi. Væru
mér það ríkuleg laun, ef ritgerð þessi leiddi á einhvern hátt