Eimreiðin - 01.01.1928, Qupperneq 66
46
BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI eimreiðiN
glata eigi tungu sinni og þjóðerni, yrðu þeir að 2era
gangskör að því að vernda hvorttveggja. Séu þeir allir
á eitt sáttir um, að tvent sé nauðsynlegt til þess að vernda
hinn dýra feðraarf þeirra. Fyrst, að íslendingar stofni nýlendu
einir sér, í öðru lagi, að gefið sé út í Vesturheimi blað a
íslenzkri tungu. En í augum útgefenda »Framfara« er þetta
tvent, stofnan sérstakrar íslenzkrar nýlendu og útgáfa íslenzks
blaðs svo nátengt, að óhugsandi er að annað dafni án hins-
Þá er þess getið, að mikið hafi verið rætt um stofnan is*
lenzkra nýlenda, og tilraunir gerðar í þá átt í ýmsum hlutum
Vesturheims, en ekkert er þýðingarmikið geti talist, hafi 9er*
verið í því efni fyr en þessi nýlenda (þ. e. Nýja ísland) var
stofnað. Hinsvegar hafi engin tilraun verið gerð til þess, a^
gefa út blað, þó að Félag íslendinga í Ameríku, sem stofnað
var á þúsund ára landnámshátíð íslands, er haldin var í
waukee 1874, hefði það sem eitt af aðalmálunum á stefnU'
skrá sinni.1)
Þessi ummæli bera það skýlaust með sér, að þjóðræknin
— áhuginn á viðhaldi tungunnar og þjóðernisins — hefur
verið ofarlega í hugum stofnenda »Framfara«. Auk þess bætb
blaðið úr brýnni þörf, eins og þegar hefur verið bent á. ^ar
nú hægara um vik að ræða opinberlega nauðsynjamál nY'
lendunnar, enda birtust í »Framfara« margar greinar, eftir
ritstjórann og aðra, um velferðamál nýbyggjanna og fram'
tíð þeirra. En í stjórnmálum var blaðið óháð öllum flokks-
böndum. Þá flutti »Framfari« einnig margt frétta, einkanle9a
frá íslandi og íslendingum vestan hafs. Á þann hátt treys*1
hann einnig þjóðernisbandið. Auk þess birtust þar nokkuf
kvæði og smásögur og ritdómar endur og sinnum. I »Fram
fara« birtust fyrstu kvæði Kristins skálds Stefánssonar. Marð
var því gott um blað þetta hvað efni snerti; og þegar alls er
gætt, verður ekki annað sagt en að það væri einnig sæmileSa
úr garði gert að frágangi, og vandvirknislega ritað. »Framfar,Æ
.1) Hátíð þessi í Milwaukee 1874 er merkileg fyrir þá sök,
er fyrsta þjóðhátíð íslendinga í Vesturheimi. Sjá Almanak O. S.
geirssonar, 1900, og R. Pétursson: Þjóðræknissamtök; Tímarit Þjóðr®
félagsins, 1919, bls. 101 —102.