Eimreiðin - 01.01.1928, Síða 71
eimreiðin BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI 51
t>að ljóst, að sambandið við heimalandið verður að hald-
ast. Áherzla er lögð á það, að »Heimskringlu« sé ekki ætl-
að að verða neinn »agent« fyrir Vesturheimsferðir, þó að
hún muni ræða það mál, sem hvert annað. 1 stjórnmálum
stendur blaðið utan flokka, en »hefur fult frelsi til að taka
í hvert mál sem ritstjórinn álítur réttast og sanngjarnast«.
Eigi hélzt þó flokkshlutleysið lengi; eftir ársbil gerðist blaðið
íormælandi íhaldsstefnunnar í Canada og er svo enn. En þó
J>Heimskringlu« væri ætlað að gefa nytsemdarmálum mestan
9aum, átti hún einnig að verða við alþýðuhæfi, að skemta eigi
síður en fræða, að flytja sögur og ljóð, »einkum góðan skáld-
skap í bundnu og óbundnu máli, frumritaðan og þýddan«, og
svo auðvitað fréttir, einkanlega úr íslendingabygðum vestan
hafs og heiman af íslandi. »Heimskringlu« var því ætlað víð-
í®kt starfsvið, enda voru ritstjórar hennar hinir fyrstu áhuga-
samir mjög um alt það er til framfara mætti verða. Var
Haðið einnig prýðilega skrifað. Eru rithöfundarhæfileikar Ein-
ars Hjörleifssonar alkunnir, en starfsbræður hans voru og
Vel ritfærir. Þó átti »Heimskringla« örðugt uppdráttar fjár-
^a3slega framan af; varð jafnvel að hætta útgáfu um nokk-
Urra mánaða bil af þeim ástæðum. En síðan í apríl 1887 hefur
hún komið út reglulega viku hverja. Er hún því elzt íslenzkra
frettablaða vestan hafs. En eins og vænta má hefur hún oft
sHft um eigendur og ritstjóra á þessu 40 ára tímabili. Síðan
^austið 1908 hefur hún verið gefin út af hlutafélaginu »Viking
Pfess*, en þessir hafa verið ritstjórar hennar: Frímann B.
^aderson, Einar Hjörleifsson, Eggert jóhannsson, Gestur
Pálsson, ]ón E. Eldon, ]ón Ólafsson, Einar Ólafsson, Bald-
L. Baldvinsson, Ðjörn ]ósafatson Walters, Rögnvaldur
^étursson, Magnús ]. Skaptason, Ólafur Tryggvi ]ónsson
Uohnson), Gunnlaugur Tryggvi ]ónsson, Ðjörn Pétursson,
tefán Einarsson og núverandi ritstjóri Sigfús Halldórs frá
Höfnum. Af hinum mörgu eigenda- og ritstjóraskiftum leiðir
affur> að »Heimskringla« hefur verið allbreytileg að skoð-
auum, þó að aðalstefnan í stjórnmálum hafi jafnan verið
'n sama, íhaldsstefnan, og hún hafi löngum hallast að hinni
Hálslyndu stefnu í trúmálum. Þó að ekki verði sagt, að hún
af' verið »agent« fyrir Vesturheimsferðir, gætir eggjana til