Eimreiðin - 01.01.1928, Blaðsíða 74
54
BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI eimreiðiN
hafa þessir verið: Hannes S. Blöndal, Björn Pálsson Kalman,
Baldur Sveinsson, Kristján Sigurðsson, Egill Erlendsson,
Einar P. Jónsson, og nú Finnur ]ónsson.
A nú við að ræða litlu nánar starf og þýðingu þessara
tveggja langlífustu og merkustu blaða Islendinga vestan hafs.
Alkunnugt er það, að fréttablöðin eru máttugt afl í lífi þjóð-
anna; þau móta hugsunarhátt manna drjúgum, miklu meira
en margur hyggur. En hér ræðir um tvö blöð, sem hvort um
sig hafa verið að verki um 40 ára skeið. Það liggur í aug-
um uppi, að þau hljóta að hafa verið áhrifarík. Ekki hefur
það á neinn hátt rýrt menningargildi þeirra og áhrifavald, að
þau hafa að kalla frá byrjun staðið á öndverðum meið 1
stjórnmálum og kirkjumálum. Mun það fremur bót en böl að
svo var; mönnum var þar með gert hægra fyrir að sjá báðar
hliðar deilumálanna, og hlaut það að leiða til aukinnar and-
legrar víðsýni, sem raun hefur og á orðið. Þó ber því ekki
að neita, að stundum hafa blaðadeilurnar verið óþarflega ha-
vaðasamar og ruddafengnar, en slíkt er nú að mestu horfið.
Segja má að svipað hafi verið um deilurnar og eldingarnar;
þær hafa hreinsað andrúmsloftið. En fleira gott hefur leitt af
stofnun »HeimskringIu« og »Lögbergs«. Að þau bættu ur
brýnni þörf, getur engum dulist, sem kynt hefur sér landnáms-
sögu Islendinga í Vesturheimi. Nýbyggjarnir íslenzku voru,
eins og við var að búast, gjörókunnugir staðháttum og nt-
vinnubrögðum, stjórn og mentamálum vestra. Auk þess lásu
fæstir þeirra enska tungu eða mæltu á hana. Ættu þe,r
að fylgjast með opinberum málum í kjörlandi sínu °3
leggja nokkurn skerf til þeirra, urðu þeir að kynnast þeinl
málum á sinni eigin tungu. Þeim var leiðbeiningar þer^
á því sviði og fleirum. Þetta var stofnendum beggja blað'
anna fyllilega ljóst og vildu að engu fremur stuðla (sbr-
boðsbréf »Lögbergs« hér að framan). í grein í 14. tölubl-
»Heimskringlu« 7. apríl 1887 farast Frímanni B. Anderson
svo orð um stefnu blaðsins, »að tilgangurinn hafi verið að
efla mentalega og verklega framför, að útbreiða þekkingu>
útvega nýlendur, að leiðbeina og hjálpa með atvinnu og land-
nám, og efla félagslegar framfarir«. Að þessu leyti var stofn-
un blaðanna því hið mesta nytsemdarverk; þau hafa varðað