Eimreiðin - 01.01.1928, Page 75
eimreiðin BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI 55
veginn, verið mönnum veðurvitar og átta. Er starfi »Heims-
kringlu« og »Lögbergs«, einkanlega hvað snertir þjóðræknis-
málin, vel lýst í þessum orðum séra Rögnvaldar Péturssonar:
»Hve stóra þýðingu blöðin hafa haft til að bera fyrir við-
hald íslenzkrar tungu í Vesturheimi verður Ijóst, þegar farið
er að skoða innihald þeirra og málefni, er þau hafa haft
meðferðis. Naumast er það nokkuð, er íslendinga hefur snert
> þessi 34 ár (þetta er ritað 1920), síðan að þau fóru að
koma út, að um það sé eigi geiið. Fregnir úr öllum íslenzk-
um bygðum hafa þau flutt vikulega og með því tengt saman
fólk, er búið hefur á hinum fjarlægustu stöðum álfunnar. Ef
Uru eitthvert fyrirtæki hefur verið að gera, hafa blöðin orðið
að bera þau mál upp, iil þess að samtök næðust með hinum
dreifðu bygðarlögum. í þau hafa ritað þeir, sem viðurkenn-
'n9u hafa hlotið sem skáld, hvort heldur var í bundnu eða
óbundnu máli. Sem næst helmingur allra Ijóða Stephans G.
^tephanssonar, Kristins Stefánssonar og ]. Magnúsar Bjarna-
sonar birtust fyrst í Winnipeg-blöðunum íslenzku. Komu þeir
atlir hingað á unga aldri á öndverðri landnámstíð. Flestalt,
sem þeir hafa kveðið, er því kveðið vestan hafs. Er eigi að
v'ta, hvort það safn hefði jafnstórt orðið, ef engin hefðu
blöðin verið. Þó oft væri efnið fátæklegt, ber þess þó að
9æta, að með því að koma út á viku hverri og heim á 5000
heimili, var með hverri þeini póstferð þeirri stund frestað —
Utri viku — að á þessum heimilum yrði eigi lengur lesið íslenzkt
0ró, og á meðan gat hvorugt tapast, tungan eða þjóðræknis-
meðvitundin. Án blaðanna hefðu íslendingar áreiðanlega eigi
9etað talist þjóðflokkur eða þjóðernisleg heild í hinu ame-
ríska þjóðfélagi. Þeir hefðu orðið aðeins ákvéðin tala ein-
staklinga, einskonar týndar kynkvíslir, er sögur hefðu gengið
Um> að verið hefðu til, en engar sögur gengið um, að nokkru
s'ini hefðu lifað«.')
En nú skal halda áfram sögu blaðamenskunnar í Winnipeg.
l°n Ólafsson hafði um árs skeið (1890—91) unnið að ritstjórn
^Lögbergs^ með Einari Hjörleifssyni. En leiðir þeirra skildu.
Stofnaði ]ón þá ásamt nokkrum öðrum »Öldina« og gerðist
') Tímaril Þjóðræknisfél. 1920. Þjóðræknissamtök. Bls. 112—113.