Eimreiðin - 01.01.1928, Qupperneq 77
Eimreiðin BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI 57
einnig inni að halda og sögur. Var hún yfirleitt hin læsileg-
asta. En æði mikil óregla var á útkomu hennar; alls birtust
fjórir árgangar. Henni fylgdi barnablað, er »Sólöld« nefndist,
ea af því komu aðeins fá eintök út. Enn má nefna eitt blað,
er út kom í Winnipeg, mánaðarblaðið »Frey«, en hann var
tarla skammlífur og lítt merkur; komu út ein átta eintök
(dezember 1924—júlí 1925). Eigandi og ritstjóri var Sigfús
Benedictsson.
Má þá nefna almanökin, en þau eru í raun og veru ein
íe2und tímarita. Eigi allfá þeirra hafa verið gefin út vestan
hafs. Hið fyrsta var »Almanak fyrir íslendinga í Vesturheimi
Utn árið 1880«. Var það prentað í prentsmiðju »Prentfélags
^VÍa-íslands«, Lundi, Keewatin, í Canada, 1879; en útgef-
eudur voru Jóhann Briem og Bergvin Jónsson. Ekki var það
síórt rit, einar 32 blaðsíður, en efnismargt. Fyrst almanakið
s)álft með skýringargreinum um mánuðina, auk þess »fylgi-
blöð« með ritgerðum um tímatal, um landaskipun, um trú-
flokka í Vesturheimi, um bygðir íslendinga í Ameríku, merk
artöl í sögu Vesturheims og fleira. Fremur eru ritgerðir
tessar þó léttar á metum. Næst í aldursröð er »Almanak
Lögbergs«, er út kom í Winnipeg (1888 — 89). En ekki hefur
^a® neitt bókmentalegt gildi. Miklu þýðingarmeira og merki-
^e9ra frá bókmentalegu og sögulegu sjónarmiði er »Alma-
naL« það, er Ólafur S. Thorgeirsson hefur gefið út í meir
en 30 ár, eða síðan 1895. Það hefur eigi aðeins haft inni að
halda sögur, kvæði og ritgerðir, heldur það sem rniklu meira
er um vert: ítarlega árlega skrá vfir alla merkustu atburði
•^eðal íslendinga í Vesturheimi. Og þó er þetta hið lang-
'J’arkverðasta: í almanaki þessu er skráð hin víðtækasta saga
Islendinga vestan hafs, sem enn hefur verið í letur færð, og
n*n ábyggilegasta. Hefur útgefandi fengið gagnkunnuga menn
°9 áreiðanlega til að rita um bygðarlag hvert. Er eigi aðeins
9ehð nafns landnemanna, heldur einnig ættar þeirra og upp-
^Una- Oft er frásögnin einnig prýdd myndum frumbyggjanna
’slenzku, og eykur það eigi lítið á gildi hennar. Að »Alma-
uakið« er þegar — og verður enn meir þá stundir líða —
0ruetanleg heimild að sögu íslendinga í Vesturheimi, er auð-
Sæh, enda hafa margir hinir merkustu Vestur-íslendingar lagt