Eimreiðin - 01.01.1928, Blaðsíða 80
60
BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI eimREIÐIN
margar aldir ósáð sprottið
íslenzkt lífsins brauð:
Alt, sem Iyfti lengst á götu,
lýsti út um heim,
nú skal sæma sveitir nýjar
sumargjöfum þeim —
sumargjöfum öllum þeim“.
Ekki er Þjóðræknistilfinningin óljósari í þessum erindum
úr »Gróðabrögð«:
„í tvent skiftast gróðabrögð: gæsluna og aflann —
en geymslan snýst brátt upp í vandræðakaflann,
eins flókinn um menning sem fé.
Því byggja oft ættlerar frægusfu feðra
in fallandi vé.
Að skreyta sig glingri frá erlendum álfum
er örvasans fávit, en týna sér hálfum.
Því tap er hvert góðyrði gleymt.
En manndáð sú hagsælir heimili og nágrend,
sem hnoss sín fékk geymt".
Hér fær enginn um vilst. Og stefnu sinni hefur »Tímaritið4
reynst tYútt. Það hefur flutt margar prýðilegar hugvekjur> 1
bundnu máli og óbundnu, í ljóðum ritgerðum og sögum, UIT1
fjöregg hinnar íslenzku þjóðar: tungu hennar og þjóðerni, um
menningu hennar og bókmentir, líf hennar og sögu. Nær 3
sem þar hefur birzt, hefur beinlínis eða óbeinlínis snert þi°^
ræknismálið. Og flestir hinir ritfærustu íslendingar vestan
hafs — og skáld — og margir þjóðkunnir rithöfundar heima
á ættjörðinni — hafa léð ritinu stuðning sinn. Enda hefur
það verið hið prýðilegasta að efni. Og hinn ytri frágauður
hefur hæft innihaldinu. Ritið er svo úr garði gert og he^ur
slíkt nytjaverk með höndum, að íslenzkum bókasöfnum a
minsta kosti er það ekki vansalaust að kaupa það eigi-
Hitt nýjasta tímaritið meðal íslendinga vestra er enn ynSra’
en það er »Saga«, er Þorsteinn Þ. Þorsteinsson skáld sto
aði 1925. Er það missirisrit, og er því sem fyrirrennUrUI^
þess ætlað að verða alþýðu til skemtunar og fræðslu; n ^
feta í fótspor »Iðunnar« innar gömlu og er þar góðri ^
líkjast. Mjög hefur »Saga« verið fjölbreytt að efni: bundið U-1^
og óbundið, frumsamið og þýtt. Auk fleira góðmetis hafa P