Eimreiðin - 01.01.1928, Page 84
64 BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI eimreidiN
stjóri var séra Rögnvaldur Pétursson fyrstu sex árin, en séra
Guðmundur Arnason eftir það. En þó »Heimir« héldi fraw
trúarskoðunum Unitara og væri um skeið málgagn kirkjufélags
þeirra, fór þó fjarri, að hann ræddi eingöngu trúar og kirkju-
mál. Ritgerðir flutti hann um ýms efni, kvæði og sögur. Is'
lenzk mál létu ritstjórarnir sig einnig skifta og voru ákveðnii'
mjög í þjóðræknismálum. »Heimir« vár einnig alla jafna vel
ritaður, enda náði hann talsverðri útbreiðslu. Mun hann hafa
glætt trúaráhuga ýmsra manna og markað stefnu þeirra •
kirkjumálum.
Loks má telja enn eitt trúmálaritið, sem út hefur komið i
Winnipeg um nokkur ár. Er það »Stjarnan«, málgagn iS'
lenzkra sjöundadags-aðventista, en ritstjóri þess og ráðsmaður
er Davíð Guðbrandsson, Norðmaður að ætt og uppruna, en
talar og ritar íslenzka tungu. Hóf rit þetta göngu sína í jan'
úar 1919, var ársfjórðungsrit fyrsta árið en síðan mánaðarrit;
flytur það greinar um ýms efni: bindindi og heilbrigði, kristin-
dóm og kristniboð, sannar sögur, fréttir og ljóð. Það er vand-
að að frágangi og kvað orðið vinsælt.
Þau eru því hreint ekki fá trúar- og kirkjumálaritin, sem
íslendingar vestan hafs hafa stofnað. Að sönnu hafa þau ekki
öll orðið langlíf eða áhrifarík. En þau bera vott um þróttmikið
trúarlíf. Úr þeim jarðvegi einum gátu þau sprottið. Og hvað
sem segja má um bókmentalegt gildi þeirra, verður því ekki
neitað, að þau eru mikill þáttur í andlegri þroskasögu Vestui"
Islendinga.
Má að lokum nefna mánaðarritið »Breiðablik«. Er það
hér, af því að það stendur að efni og anda nær trúmálarh'
unum en hinum almennu tímaritum og fréttablöðum. Kom þa^
út í Winnipeg í átta ár (1906—1914). Var stofandi þess Ólaf
mr S. Thorgeirsson, en ritstjóri séra Friðrik ]. Bergmanm
»Mánaðarrit til stuðnings íslenzkri menning« stendur á titi
blaði »Breiðablika«. Og þau ræddu mörg menningarmál Is
lendinga beggja megin hafsins: trúmál, þjóðfélagsmál og
mentir. Sögur birtust þar og ljóð, meðal annars mörg kvm
eftir Stephan G. Stephansson og fleiri góðskáld Vestur-íslen
inga, auk þess ritdómar. í trúmálum fylgdi ritið hinum fna
lyndari skoðunum, og gætir þess eigi alllítið. »Breiðabli