Eimreiðin - 01.01.1928, Page 85
EIMREIÐIN BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI
65
voru ágætlega rituð, hin vönduðustu að pappír og prentun,
roeð mörgum myndum. Óhætt má telja þau, bæði að innihaldi
°9 ytra frágangi, meðal hinna allra beztu tímarita íslenzkra,
sem út hafa komið vestan hafs.
En íslenzk blöð og tímarit hafa verið gefin út í fleiri ís-
lenzkum nýbygðum en Nýja-íslandi og Winnipeg. í Selkirk í
Manitoba hefur verið um nokkurt skeið, og er enn, allmann-
m°rg Islendingabygð. Þar hafa nokkur íslenzk tímarit komið
ub Hefur »Almanak« Sigfúsar B. Benedictssonar þegar verið
nefnt. Árið 1898 stofnaði kona hans, Margrét S. Benedictsson,
mánaðarritið »Freyju«. Er hún fyrsta og eina kona íslenzk,
sem við ritstjórn og blaðaútgáfu hefur fengist í Vesturheimi.
^ar riti hennar aðallega ætlað að ræða kvenréttindamálið og
vinna að framgangi þess, en Margrét vann mikið að því máli
með fyrirlestrahöldum og félagsstofnunum. Er »Freyja«, að
því er ritstýran segir, fyrsta kvenréttindablaðið í Canada. Auk
r'tgerða um kvenfrelsi og um bindindi, sem ritið mælti ein-
dregið með, flutti það sögur og kvæði; var efni þess bæði
þýtt og frumsamið. Vmsir merkir menn lögðu »Freyju« lið;
ma af þeim nefna Stephan G. Stephansson. Ritið kom út í
Selkirk þar til 1902, en eftir það í Winnipeg, unz það hætti
koma út, í júlí 1910. — Vikublaðið, »Selkirkingur«, al-
ment fréttablað í smáu broti, kom út í Selkirk hálft annað
ar> frá því í september 1900 þar til í marz 1902. Útgefandi
°9 ritstjóri var Sigfús B. Benedictsson. Síðan hefur ekkert
blað eða tímarit komið út í Selkirk.
i Vatnabygðum í Saskatchewanfylki í Canada er nú ein
ln mannflesta fslendingabygð í Vesturheimi. Er Wynyardbaer
jruðstöð íslendinga í þeim bygðarlögum. Ekkert íslenzkt frétta-
að hefur komið þar út, en tímaritið »Skuggsjá«, mánaðarrit
1 skemtunar og fróðleiks«, var gefið út þar í bæ, frá því í
n°vember 1916 þar til í febrúar 1918, eða alls 14 hefti. Um
jjitstjórnina sá Ásgeir I. Blöndahl. Þar birtust ritgerðir eftir
•*°n Jónsson frá Sleðbrjót, kvæði eftir Stephan G. Stephans-
s°n og ýmislegt fleira almenns efnis.
Úafa þá talin verið blöð þau og tímarit íslenzk, sem út
a a komið í Cana,da, en nú skal þeirra getið, sem stofnuð
verið í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þar hafa myndast
hafa