Eimreiðin - 01.01.1928, Qupperneq 86
66
BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI eimreiðiN
eigi allfáar íslenzkar nýlendur. Ein hin elzta þeirra og sú
eina, sem kemur við sögu íslenzkrar blaðamensku í Vestur-
heimi að nokkrum mun, er Minnesota-nýlendan, sem stofnuð
var 1875. Brátt fluttist þangað margt íslendinga, og gerðist
þar auðugt félagslíf. Varð Minneota-bær miðstöð bygðarinnar
og er það enn. Þar var stofnað árið 1897 barnablaðið »Kenn-
arinn«, mánaðarrit, sem fyr var nefnt. Er það fyrsta íslenzkt
tímarit, gefið út í Bandaríkjum. Ritstjórar voru séra Ðjörn B-
Jónsson, séra Jónas A. Sigurðsson og séra N. Steingrímur
Thorlaksson. En útgefendur voru framan af S. Th. Westdal
og Gunnar B. Björnsson, en síðar Kirkjufélagið lúterska. Af
ritinu komu út átta árgangar, fjórir hinir síðari í Winnipeg.
Annað mánaðarrit, er út kom í Minneota (1902—1908),
var »Vínland«, hið fyrsta og eina íslenzkt fréttablað, sem út
hefur verið gefið í Bandaríkjum. Stofnandi var Gunnar 15.
Björnsson og útgefandi fyrstu tveggja árganganna, en (Jtgáfu-
félag Vínlands eftir það. En ritstjórar voru Þórður læknir
Þórðarson, enn í Minneota, og séra Björn B. Jónsson. Sa
Þórður að mestu um ritstjórnina tvö fyrstu árin, en séra Björu
eftir það. Blaðið var aðallega sniðið eftir þörfum íslendinga i
Bandaríkjum og fjallaði því mest um þarlend mál og sveita-
mál nýlendunnar. Fréttir flutti það einnig af íslandi og ann-
arsstaðar frá, bókafregnir og ljóð. Var »Vínland« gott blað,
meðal hinna beztu íslenzkra, sem út hafa verið gefin vestan
hafs, að efni, máli og frágangi.
Þá hefur verið rakin að nokkru saga íslenzkrar blaða-
mensku í Vesturheimi, lýst blöðum þeim og tímaritum, sem
gefin hafa verið út á íslenzku. En íslendingar vestra hafa
einnig átt þátt í útgáfu og ritstjórn enskra blaða. í Minneota
í Minnesota-ríki hefur Gunnar B. Björnsson í meira en fjórð'
ung aldar verið eigandi og ritstjóri »Minneota Mascot«. Er Þa^
að dómi þeirra, er bezt þekkja til, eitt hið bezta smábæjarbla
í Minnesota-fylki. í bænum Edinburg í Norður-Dakota, ha^a
Kolbeinn S. Thordarson og Eggert J. Erlendsson verið e,9
endur og ritstjórar biaðsins »Edinburg Review*. í öðrum
smábæ í Norður-Dakota, Williston, hefur Stefán Th. Westda
gefið út »Williston Herold« um nokkurt skeið. En þó ‘1°
menn íslenzk bygð sé í Norður-Dakota, stofnuð 1878, hefur