Eimreiðin - 01.01.1928, Page 117
EIMREIÐIN
GLOSAVOGUR
97
horfa á það, að drengir stórbændanna komu niður einstígið
fneð aðra asna, og að einn enn kom jafnvel með hest, —
enginn drengur, heldur þroskaður unglingspiltur, sem átti að
vita betur en svo, að sæmilegt væri að ræna gamalmenni og
unga stúlku — þegar hún sá allar þessar aðfarir, gat hún
ekki stilt sig um að fara bitrum orðum um alt mannfélagið,
°9 sór og sárt við lagði, að málaflutningsmaðurinn væri flón.
Reynt var að sýna henni fram á, að þrátt fyrir þessar
keimsóknir, gæti hún aflað sér nægilegs marhálms, en það
var með öllu þýðingarlaust. Var ekki alt saman eign hennar
°9 afa, eða var ekki að minsta kosti vegurinn að vognum
^ullkomin eign þeirra? Og var ekki verzlun hennar spilt eða
iafnvel tekið fyrir hana með þessu? Hafði hún ekki neyðst
hl að hörfa aftur á bak í einstíginu með klyfjaðan asnann
30 álnir, eftir því sem hún sagði — en voru aðeins 5
álnir — af því að sonur Gunliffe bónda var þar fyrir henni
^eð bannsettan klárinn? Gunliffe bóndi hafði viljað kaupa
henni marhálm við því verði, er honum sýndist sjálfum,
en með því að hún tók það ekki í mál, hafði hann sent son
s‘nn af stað, til þess að spilla atvinnu hennar á þenna ógeðs-
^ega hátt, að henni sjálfri fanst.
*Eg skal skera á hnésbótarsinarnar á klárnum næsta sinn
er hann kemur hér ofan«, sagði Malla við Glosa gamla, og
Var sem brynni eldur úr augum henni.
]örð Gunliffe bónda, um 50 ekrur að stærð, var mjög
naerri þorpinu Tintagel, og tæpa mílu vegar frá vognum. Sæ-
^angið var mikið til eini áburðurinn, er völ var á í hæfilegri
fiarlægð, og vafalaust þótti honum hart að vera bönnuð þang-
*ekjan fyrir tóma þrákelkni úr Möllu Trenglos.
*Það eru svo sem til nógir aðrir vogar«, sagði Malla við
Earty Gunliffe, bóndasoninn.
*En engir jafn nærri, Malla, né heldur jafn rekasælir og
bessi vogur«. Síðan reyndi hann að leiða henni fyrir sjónir,
a^ ekki skyldi hann taka þann marhálminn er næstur væri
endi. Hann væri stærri en hún og sterkari og mundi sækja
^nn feng á fjarstu flúðirnar, þangað er hún stigi aldrei fæti.
^°r hún þá og sárt við lagði, og var fyrirlitning í rómnum,
a^ sjálf kæmist hún þangað, sem hann mundi aldrei dirfast