Eimreiðin - 01.04.1929, Síða 30
118
UM BÍL OG STÍL
eimreidin
En þá er bárujárnið og kassalagið á húsunum. Víst er það
ekki glæsilegt. Og vonandi er það ekki *í samræmi við eðli
íslendingá eða listarinnar*. En hvaða húsastíll er í samræmi
við »eðli íslendinga* nú? Það eitt verður sagt um það efni,
að stíll íslenzkra sveitabæja er ekki í samræmi við neitt, sem
nú er að verða á landinu.
íslenzkir sveitabæir eru stíll þess búnaðar, sem hér hefur
ríkt í þúsund ár. Þeir eru fyrirbrigði þeirra landseinkenna,
sem skortir alt efni til húsasmíði nema torf og grjót. Þeir
eru nauðsynlegt afsprengi þeirrar hörmungar, að hafa ekkert
eldsneyti til hitunar í köldu landi. Sveitabæirnir viðurkenna
þessar staðreyndir afdráttarlaust og yfirhilmingarlaust, og fyrir
þessa sök hvílir sérstök fegurð yfir stílnum, eins og ávalt,
þegar hann er sannur.
En hér eftir er hann ekkert nema ósannindi. Hér eftir er
hann tildur verstu tegundar. Ef sveitir íslands reisa að nýju>
bæi sína í þessu formi, þá er það lygi heillar þjóðar að sjálfri
sér. Lygi um þau þjóðleg einkenni, sem ekki eru lengur til.
En hvernig á þá sá íslenzki sveitastíll að vera? mætti
spyrja. Því er ógjörlegt að svara, fyr en í ljós kemur, hvað
íslenzkur búskapur verður. Sem stendur gefur hann vonir um
margt, en lofar engu. Enginn getur úr því skorið, hvort nauð-
synlegt verður að nota dýr vélabákn við búnaðinn. Verði svo,
þá er næsta líklegt að sameignarbú verði fyrir heila hreppa,
en ekki smábýli á dreifingu. Allir sjá, hver áhrif slíkt mundi
hafa á væntanleg híbýli manna. Enn veit enginn, hvort fjárbú
eða kúabú muni reynast hentugri til frambúðar, en það
skiftir mjög miklu máli, ef geta á sér til um framtíðarheimili
íslenzkra bænda.
Sú hlið á »eðli Islendinga*, sem veit að húsagerð fram-
tíðarinnar, er gjörsamlega á huldu ennþá. Híbýli vor verða
í framtíðinni — bæði til sjávar og sveita — afsprengi sam-
starfs anda vors og upplags og þess umhverfis, sem vér eiS'
um að búa við. Öll líkindi eru til þess, að umhverfi íslenzkra
manna verði með mjög ólíkum hætti eftir aldarfjórðung frú
því, sem nú er. Þann tíma að minsta kosti verða allir hlutír
á nokkurri ringulreið í þessum efnum. En ekkert á íslandi
tekur svo mikið á sig sem nefna mætti fósturmynd af stík