Eimreiðin - 01.04.1929, Side 42
130
VERALDIR í SMÍÐUM
EIMREIÐIN
Smástirnin, eða smáplánetur þær, sem svo mikið er af milli
brauta Júpiters og Mars, halda menn þá til orðnar með líkum
hætti. Ein skurnin hefur safnast í meir en þúsund smá-efnis-
heildir í stað einnar, sem sé sú skurnin, er losnað hafði næst
á eftir skurn Júpiters, — og myndaði hún smástirnin.
A likan hátt hafa menn talið, að tungl plánetanna hafi til
orðið, eftir að hver plánetueindin um sig var laus orðin frá
meginkjarnanum, en þó
á harða snúningi um
hann og sjálfa sig í
föstum viðjum and-
stæðuaflanna tveggja-
miðsóknaraflsins oQ
miðflóttaaflsins.
Þegar þokubáknið
þéttist og kólnaði.
breyttist það úr loft'
tegundum í fljótandi
efni, og síðan í fast
efni, að því er snertir
fjórar innri pláneturnar
— sem Humboldt
nefndi jarðstjömurnar
fjórar, en þær eru
Merkúríus, Venus, JÖrð-
in og Mars. Vtri pláneturnar fjórar, eða stærri pláneturnar,
Júpiter, Satúrnus, Úranus og Neftúnus, virðast ennþá vera
í gufukendu ástandi að því er til yfirborðsins kemur.
Menn hafa aðallega fært tvennskonar rök að frumþokukenn-
ingunni. í fyrsta lagi eru allmörg áreiðanleg fyrirbrigði innan
sólkerfisins, sem öll virðist mega skýra út frá henni. í öðn1
lagi hafa menn tekið eftir veröldum utan sólkerfisins, sem
mönnum hefur virzt vera á svipuðu myndunarstigi eins o3
sólkerfið var á í fyrstu, samkvæmt frumþokukenningunni.
Fyrri rökin hafa verið talin veigameiri, því álitið var, að út
frá frumþokukenningunni mætti skýra til fullnustu eftirtaln1
fyrirbrigði:
1. Farbrautir allra plánetanna og smástirnanna eru allar
Jarðstjarnan Mars, séð úr stjörnukíki. Hvíti
Wetturinn á suðurheimskautinu er að lík-
indum jökul! eða snjór.