Eimreiðin - 01.04.1929, Side 46
134
VERALDIR í SMÍÐUM
EIMREIDIK
Dugan og Stewart segja, að í fyrsta lagi sé hægt að sanna,
»að víður og mjór hringur geti ekki þézt og orðið að einum
hnetti, heldur hljóti að myndast úr honum margir hnettir, líkt
eins og hnettirnir í hringum Satúrnusar1) eða smástirnin.
í öðru lagi hefur það komið í ljós, að sem stendur er nálega
alt hornsveiflumagn (Angular momentum) sólkerfisins, eða
98°/o af því, í sambandi við farbrautahreyfingar stærri plánet-
anna Júpíters, Satúrnusar, Uranusar og Neptúnusar. Nálega
allur hinn hlutinn stafar frá snúningi sólarinnar, en jarðstjörn-
urnar fjórar, Merkúríus, Venus, Jörðin og Mars, valda aðeins
Vio úr l°/o af öllu sveiflumagninu. Engin öfl innan sólkerfis-
ins geta breytt hornsveiflumagninu, og engin minstu líkindi
eru fyrir því, að 98°/o af því geti verið fram komið í minna
en 1/700 af öllu efnismagni sólkerfisins. En hornsveiflumagnið
finst með því að margfalda saman efnismagn hlutar og flat-
armálið, sem á tímaeiningu myndast af línu frá ákveðnum
punkti að hlutnum, þegar hann er á hreyfingu*.
Með frumþokukenningunni var leitast við að skýra uppruna
sólkerfisins út frá öflum, sem eingöngu störfuðu innan þess,
en margir stjörnufræðingar telja nú, að það sé ómögulegt.
Menn hálda að það, hvernig hornsveiflumagn sólkerfisins hagar
sér, hljóti að stafa frá öflum utan þess.
Það eru nú um tuttugu ár síðan þeir Chamberlin og Moul-
ton, kennarar við háskólann í Chicago, komu fram með aðra
kenningu, sem talið er að brjóti ekki í bág við fyrgreind
lögmál. Fyrst framan af var skoðun þeirra venjulegast nefnd
»planetesimal-tilgátan«, en nú á hún það vissulega skilið að
hljóta virðulegra nafn og kallast kenning, en ekki tilgáta. Þeir
héldu því fram, að sólin hafi í upphafi verið plánetulaus
stjarna, en svo hafi önnur sól eða stjarna (því allar stjörnur
eru sólir og vor eigin sól er stjarna) komið svo nálægt sól
vorri, á ferð sinni um geiminn, að af varð ógurleg truflun.
Fyrir áhrif þessarar aðkomusólar rofnuðu gríðarstórar efnis-
heildir úr sólunni og hófu að snúast um hana. Vegna trufl-
unar á þyngdarlögmálinu varð einskonar sprenging, svo að
1) Það er nú sannað, að hringarnir utan um Salúrnus eru saman-
setlir úr ótölulegum grúa af smáhnöttum eða tunglum.