Eimreiðin - 01.04.1929, Síða 54
142
SKINNKLÆÐI
EIMREIÐIN
hlífðar og mýkinda — girt með fallega ofinni yfirsiörð — og
einnig til hlýinda í tjaldi, en heima í rúm og set.
Húðir af fullorðnum griðungum voru ristar niður í reipi
eða vaði, þar sem þeirra þurfti, ef þær voru svo þykkar, að
ilt þótti að nota þær til skóa, en húðir af rýrari nautum voru
oft ekki ristar fram úr, heldur voru ristir hringir af hálsinum
aftur að bógum, voru þeir síðan notaðir í si/a, er reitt var í
laupum eða barkrókum.
Þótt undarlegt megi virðast, með tilliti til landshátta og
veðurfars, hafa loðskinn aldrei verið notuð neitt til muna á
Islandi til klæðnaðar; þótti jafnvel frásagnavert, að Gissur jarl
Þorvaldsson gekk einu sinni á loðnum kálfsskinnsskóm.
Að Islendingar notuðu lítið eða ekki, að undanskildum
höfuðfötum, loðskinn til klæðnaðar, hefur að líkindum stafað
af því, að villidýraskinn (feldir), ull og vaðmál voru snemma
aðal-útflutnings- og verzlunarvaran — og alldýr — svo ekki
hefur þótt borga sig að nota loðskinn í klæðnaðinn.
Fullverkuð íslenzk skinn voru að mestu notuð til skæða
og skinnklæða, alt frá fornöld og fram um fyrsta fjórðung
þessarar aldar, er skór úr ýmsum efnum, einkum gúmmí, tóku
að flytjast til landsins, en húðir og gærur urðu verzlunarvara,
eins og þær komu af skepnunni.
Nú eru íslenzku skórnir sem óðast að víkja fyrir þessum
skótegundum, líklega helzt sökum þess, að þær þurfa eigi
eins mikla umhirðu sem íslenzku skórnir, því gróðavænlegt
sýnist það ekki, að selja stóra og gallalausa hrosshúð fyrir
eina lélega gúmmískó, en þannig er nú verðlagið. Aðal-orsok
þessarar breytingar mun þó vera vinnukvennaleysið á heimil'
unum, og ógeð hinna fáu á því, að fást við skóagerð og
bætingu þeirra.
Klofháu rosabullurnar, og jafnvel heilar brækur úr gúmmh
og olíubornu léreftsfötin, eru nú einnig að útrýma hinum
fornu íslenzku skinnklæðum, en þau þykja mér svo merkileg
og vel þess verð, að þeim sé lýst og minzt að nokkru áður
en þau hverfa með öllu.
Aðal-skinnklæðin eru stakkur og brók, sem hvort fyrir sig
skiftist í þrjár tegundir, eftir litlum breytingum á saumum og
sniði, þannig: