Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1929, Side 56

Eimreiðin - 01.04.1929, Side 56
144 SKINNKLÆÐI EIMREIÐIN frá síðunum við róðurinn, en það er bæði ófagurt áralag og dregur úr átaki, enda kallað að þæfa ketlingana. Vatnsfara-skinnstakkur. Hann mun vera yngstur; er hann frábrugðinn hinum að því leyti, að saumarnir eru ofan á ermunum, sem eru úr heilum ærskinnum hvor, alla leið upp að hálsi, en á öxlunum eru saumaðar niður blöðkur, og verður ermin þar tvöföld. Þetta gerir bæði að prýða stakk- inn og hlífa við sliti, þar sem mikill og Iangur fiskuppburður er. A þessum stökkum er oft hafður kragi, og er bakboðang- urinn breiðari en fyrirboðangurinn. Fara því þessir stakkar bezt, en þeim er ekki unt að snúa fram eða aftur eftir vild, er menn klæðast þeim. Á Snæfellsnesi undir Jökli er hempu- skinnstakkur nefndur heiðinn, en vatnsfara-skinnstakkur kristinn. I framanverða ermasaumana á öllum þessum skinnstökkum er saumuð skinnlykkja til þess að festa í vindingarnar, er voru ávalt bönd úr hrosshári, sem ermunum er haldið saman með að framan. Brók með skó. í hana þurfti að minsta kosti eitt stórt sauðskinn í hvora skálm, og vissu hálsarnir niður. í bakhlut- ann var haft eitt kálfsskinn. Heitir það setskauti. Er háls skinnsins mjókkaður og gengur fram um klofið. Við hann er saumuð fingurhæðarbreið reim — tungan, sem gengur upp að framan á milli skálmanna, að brókaropi. Framskæklar setskautaskinnsins ganga niður í skálmarnar til hnésbóta, og heitir þar klukkuspor, er klof- og lærsaumarnir mætast aftan á brókinni. Sitt hvoru megin á milli tungunnar og skálma, eru saumaðar lykkjur eða sylgjur úr leðri, horni eða beini, og nokkru ofar aðrar tvær, á milli skálma og setskautans. I þessar lykkjur er dreginn bróklindinn, sem heldur brókinni uppi og að lífi og lendum, og í efri brúnarhorn setskautans vinstra megin er fest skinnlykkja spannarlöng, en á sama stað hægra megin tvær ólar nokkru lengri. Heitir það líftygilh Með honum er brókin dregin saman um opið. I botn hvorrar skálmar eru saumaðir gerðir leðurskór. Eru tá- og hælsaumarnir stangaðir að utan, en eigi saumaðir með venjulegum skósaum. Bæði utan og innan fótar eru saumaðar lykkjur til að draga í skóþvengina, sem helzt áttu að vera af hrosshári, svo þeir slitu síður brókinni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.