Eimreiðin - 01.04.1929, Síða 56
144
SKINNKLÆÐI
EIMREIÐIN
frá síðunum við róðurinn, en það er bæði ófagurt áralag og
dregur úr átaki, enda kallað að þæfa ketlingana.
Vatnsfara-skinnstakkur. Hann mun vera yngstur; er
hann frábrugðinn hinum að því leyti, að saumarnir eru ofan
á ermunum, sem eru úr heilum ærskinnum hvor, alla leið
upp að hálsi, en á öxlunum eru saumaðar niður blöðkur, og
verður ermin þar tvöföld. Þetta gerir bæði að prýða stakk-
inn og hlífa við sliti, þar sem mikill og Iangur fiskuppburður
er. A þessum stökkum er oft hafður kragi, og er bakboðang-
urinn breiðari en fyrirboðangurinn. Fara því þessir stakkar
bezt, en þeim er ekki unt að snúa fram eða aftur eftir vild,
er menn klæðast þeim. Á Snæfellsnesi undir Jökli er hempu-
skinnstakkur nefndur heiðinn, en vatnsfara-skinnstakkur kristinn.
I framanverða ermasaumana á öllum þessum skinnstökkum
er saumuð skinnlykkja til þess að festa í vindingarnar, er
voru ávalt bönd úr hrosshári, sem ermunum er haldið saman
með að framan.
Brók með skó. í hana þurfti að minsta kosti eitt stórt
sauðskinn í hvora skálm, og vissu hálsarnir niður. í bakhlut-
ann var haft eitt kálfsskinn. Heitir það setskauti. Er háls
skinnsins mjókkaður og gengur fram um klofið. Við hann er
saumuð fingurhæðarbreið reim — tungan, sem gengur upp
að framan á milli skálmanna, að brókaropi. Framskæklar
setskautaskinnsins ganga niður í skálmarnar til hnésbóta, og
heitir þar klukkuspor, er klof- og lærsaumarnir mætast aftan
á brókinni. Sitt hvoru megin á milli tungunnar og skálma,
eru saumaðar lykkjur eða sylgjur úr leðri, horni eða beini,
og nokkru ofar aðrar tvær, á milli skálma og setskautans. I
þessar lykkjur er dreginn bróklindinn, sem heldur brókinni
uppi og að lífi og lendum, og í efri brúnarhorn setskautans
vinstra megin er fest skinnlykkja spannarlöng, en á sama stað
hægra megin tvær ólar nokkru lengri. Heitir það líftygilh
Með honum er brókin dregin saman um opið.
I botn hvorrar skálmar eru saumaðir gerðir leðurskór. Eru
tá- og hælsaumarnir stangaðir að utan, en eigi saumaðir með
venjulegum skósaum. Bæði utan og innan fótar eru saumaðar
lykkjur til að draga í skóþvengina, sem helzt áttu að vera af
hrosshári, svo þeir slitu síður brókinni.