Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1929, Side 86

Eimreiðin - 01.04.1929, Side 86
174 FLÓTTINN ÚR KVENNABÚRINU eimreiðin Maður hennar kom fáklæddur út úr svefnherberginu, og í fám orðum skýrði kona hans honum frá því, sem gerst hafði. Konan hafði búið um mig í legubekknum. Þar lá ég nú nær dauða en lífi af hræðslu og líkamlegri þjáningu og bað til guðs fyrir Asim. Þrátt fyrir alt var hann þó eiginmaður minn. Hann vissi ekki sjálfur hvað hann gerði. Hann var örvita af reiði og af- brýðisemi. Og ég var konan hans. Ég bað og bað í örvæntingu. Svo misti ég meðvitundina. — Húsráðandinn gekk inn til Asims. — — Ef ég hefði ekki heyrt konuna yðar biðja fyrir yður, þá skyldi ég nú láta lögregluna sækja yður. En burt verðið þér að fara, og það undir eins! Hafið þér skilið mig? Asim svaraði skætingi, en tók þó þann kostinn að verða á burtu úr húsinu. Meðan þessu fór fram lá ég meðvitundarlaus. Læknir var sóttur, sem batt um sár mitt. Skipaði hann svo fyrir, að ég yrði að hafa næði, því að taugar mínar hefðu orðið fyrir hættulegu áfalli. * * * Snemma næsta morgun var ég vakinn. Húsfreyjan sagði mér, að hringt hefði verið frá afgönsku sendisveitarstöðinni og þau skilaboð send mér, að Asim hefði dvalið þar um nóttina og hefði hann reynt að fremja sjálfsmorð með því að taka inn svefnmeðul. Þau boð fylgdu, að honum liði mjög illa. hættan væri ekki um garð gengin, og væri ég beðin að koma til hans hið bráðasta. — En þér fáið ekki að fara, frú Asim! Ég leyfi það ekki. Hún símaði til læknisins, og hann fyrirbauð mér með öllu að fara á fætur. Ég varð að hlýða, og húsfreyjan fór sjálf til Asims. Stundirnar liðu, ein eftir aðra. Það var kvalafull bið. Þegar húsfreyja kom loksins aftur, skýrði hún mér frá því. að læknirinn teldi manninn minn úr allri hættu. Þá létti mér, og ég gat ekki varist gráti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.