Eimreiðin - 01.04.1929, Qupperneq 86
174
FLÓTTINN ÚR KVENNABÚRINU
eimreiðin
Maður hennar kom fáklæddur út úr svefnherberginu, og í
fám orðum skýrði kona hans honum frá því, sem gerst hafði.
Konan hafði búið um mig í legubekknum. Þar lá ég nú
nær dauða en lífi af hræðslu og líkamlegri þjáningu og bað
til guðs fyrir Asim.
Þrátt fyrir alt var hann þó eiginmaður minn. Hann vissi
ekki sjálfur hvað hann gerði. Hann var örvita af reiði og af-
brýðisemi. Og ég var konan hans.
Ég bað og bað í örvæntingu.
Svo misti ég meðvitundina. —
Húsráðandinn gekk inn til Asims. —
— Ef ég hefði ekki heyrt konuna yðar biðja fyrir yður,
þá skyldi ég nú láta lögregluna sækja yður. En burt verðið
þér að fara, og það undir eins! Hafið þér skilið mig?
Asim svaraði skætingi, en tók þó þann kostinn að verða á
burtu úr húsinu.
Meðan þessu fór fram lá ég meðvitundarlaus. Læknir var
sóttur, sem batt um sár mitt. Skipaði hann svo fyrir, að ég
yrði að hafa næði, því að taugar mínar hefðu orðið fyrir
hættulegu áfalli.
* *
*
Snemma næsta morgun var ég vakinn. Húsfreyjan sagði
mér, að hringt hefði verið frá afgönsku sendisveitarstöðinni
og þau skilaboð send mér, að Asim hefði dvalið þar um
nóttina og hefði hann reynt að fremja sjálfsmorð með því að
taka inn svefnmeðul. Þau boð fylgdu, að honum liði mjög illa.
hættan væri ekki um garð gengin, og væri ég beðin að koma
til hans hið bráðasta.
— En þér fáið ekki að fara, frú Asim! Ég leyfi það ekki.
Hún símaði til læknisins, og hann fyrirbauð mér með öllu
að fara á fætur.
Ég varð að hlýða, og húsfreyjan fór sjálf til Asims.
Stundirnar liðu, ein eftir aðra. Það var kvalafull bið.
Þegar húsfreyja kom loksins aftur, skýrði hún mér frá því.
að læknirinn teldi manninn minn úr allri hættu. Þá létti mér, og
ég gat ekki varist gráti.