Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1929, Page 88

Eimreiðin - 01.04.1929, Page 88
176 FLÓTTINN ÚR KVENNABÚRINU EIMREIÐIN Hinn 21. marz 1927 lögðum við af stað í ferðina. Þegar Ahmet Ali Khan kvaddi okkur, fullvissaði hann mig um það hvað eftir annað, með tárin í augunum, að ég væri >systir« hans. Þrátt fyrir allar fullyrðingarnar um velgengni þá, sem við ættum í vændum, þegar austur kæmi, var ég jafnkvíðin sem áður um framtíðina. Við fórum frá Berlín að kvöldlagi, og höfðu hinir afgönsku vinir okkar, með sendiherrann í broddi fylkingar, safnast saman á brautarstöðinni til þess að kveðja okkur. Þeir færðu okkur mikið af blómum, en ekki veitti það mér huggun eða ró, og ég varð að herða mig upp til þess að láta ekki á neinu bera. Lestin fór af stað. Innan stundar voru síðustu ljósin í Berlín horfin. Að baki mér lá borgin, þar sem ég hafði dvalið svo lengi, þar sem ég hafði átt mitt eigið heimili. ... Við tók ömurleg flatneskjan, hnípinn barrskógurinn blasti við. Svo skall myrkrið á — myrkrið — eins og forboði þess, sem í vændum var. * * * I París snæddum við miðdegisverð með nokkrum Afgönum, og voru meðal þeirra Sayed-Mir-Haschim, sendiherra í Ðryssel og hans hágöfgi Ghulam Nabi Khan. Fréttir höfðu borist frá Berlín um okkur og þá jafnframt um ugg þann, sem í mér var. Reyndu menn því einnig hér á allan hátt að telja í mig kjark. Við komum til Marseille 3. apríl. Mér blöskraði eymdin þar. Ðæklaðir menn úr stríðinu stóðu á öllum götuhornum og buðu vöru sína rámri röddu. Höfnin var hreinasta safnþró og húsin grá og ljót. Þar ægði saman öllum þjóðflokkum. Ur öllum áttum kvað við ragn og formælingar. Þarna voru ]apan- ar, Hindúar, með ljósa vefjarhetti, Kínverjar . . . Varla er Kabul verri en þetta, hugsaði ég. Hinn 8. apríl stigum við á skipsfjöl. »RawaIpindi« brunaði út á dimmblátt hafið. Marseille hvarf við sjóndeildarhring. Við fórum fram hjá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.