Eimreiðin - 01.04.1929, Síða 88
176
FLÓTTINN ÚR KVENNABÚRINU
EIMREIÐIN
Hinn 21. marz 1927 lögðum við af stað í ferðina. Þegar
Ahmet Ali Khan kvaddi okkur, fullvissaði hann mig um það
hvað eftir annað, með tárin í augunum, að ég væri >systir«
hans.
Þrátt fyrir allar fullyrðingarnar um velgengni þá, sem við
ættum í vændum, þegar austur kæmi, var ég jafnkvíðin sem
áður um framtíðina.
Við fórum frá Berlín að kvöldlagi, og höfðu hinir afgönsku
vinir okkar, með sendiherrann í broddi fylkingar, safnast
saman á brautarstöðinni til þess að kveðja okkur. Þeir færðu
okkur mikið af blómum, en ekki veitti það mér huggun eða
ró, og ég varð að herða mig upp til þess að láta ekki á
neinu bera.
Lestin fór af stað. Innan stundar voru síðustu ljósin í Berlín
horfin. Að baki mér lá borgin, þar sem ég hafði dvalið svo
lengi, þar sem ég hafði átt mitt eigið heimili. ...
Við tók ömurleg flatneskjan, hnípinn barrskógurinn blasti
við. Svo skall myrkrið á — myrkrið — eins og forboði þess,
sem í vændum var.
* *
*
I París snæddum við miðdegisverð með nokkrum Afgönum,
og voru meðal þeirra Sayed-Mir-Haschim, sendiherra í Ðryssel
og hans hágöfgi Ghulam Nabi Khan.
Fréttir höfðu borist frá Berlín um okkur og þá jafnframt
um ugg þann, sem í mér var. Reyndu menn því einnig hér
á allan hátt að telja í mig kjark.
Við komum til Marseille 3. apríl. Mér blöskraði eymdin
þar. Ðæklaðir menn úr stríðinu stóðu á öllum götuhornum
og buðu vöru sína rámri röddu. Höfnin var hreinasta safnþró
og húsin grá og ljót. Þar ægði saman öllum þjóðflokkum. Ur
öllum áttum kvað við ragn og formælingar. Þarna voru ]apan-
ar, Hindúar, með ljósa vefjarhetti, Kínverjar . . .
Varla er Kabul verri en þetta, hugsaði ég.
Hinn 8. apríl stigum við á skipsfjöl. »RawaIpindi« brunaði
út á dimmblátt hafið.
Marseille hvarf við sjóndeildarhring. Við fórum fram hjá