Eimreiðin - 01.04.1929, Blaðsíða 94
182
FLÓTTINN ÚR KVENNABÚRINU
EIMREIÐIN
í lífið. Ef til vill hafði ég orðið fyrir meiðslum innvortis við
barsmíðina? — —
Um morguninn var brotist inn til mín, og lá ég þá með-
vitundarlaus. Læknir var sóttur. Asim lá á hnjánum við hlið
mér. Viðnám gat ég ekkert veitt. Eg hafði mist alt mitt þrek
og var þreytt. Eins og viljalaust verkfæri félst ég á að láta
niður falla kröfu mína um skilnað. Eg vildi fá frið — fyrir
alla muni frið.
Þessi var sætt mín! * *
*
Að viku liðinni komu peningarnir og um leið skipun umf
að við skyldum sem fyrst halda áfram til Kabul. Eg hafði nú
náð mér svo, að læknirinn leyfði, að ég héldi áfram ferðinni.
í lestinni höfðum við fengið dálítinn klefa út af fyrir okkur,
þar sem var aðgangur að vatni. Það var óskaplega heitt, og
strax er við höfðum ekið nokkra kílómetra, var rykið orðið
húðþykt í vagninum. Við létum skvetta vatni á veggina, þakið
og gluggana. Rafmagnsloftdælurnar gengu í sífellu. En þó
var hitinn alveg óþolandi allan tímann, einkum meðan farið
var yfir eyðiflákana.
Svo tók við frumskógurinn.
í æsku hafði ég lesið frásagnir um hann. Nú sá ég hann
eins og hann var í raun og veru — ennþá viltari og fegurri
en mig hafði nokkurn tíma dreymt um. En pálmarnir líktust
þó mest risavöxnu stargresi, þar sem þeir gnæfðu með visin
og hnípin blöðin hangandi í flækjum. Miklu tilkomumeiri voru
kaktus-skógarnir. í þeim mátti oft sjá stóra hópa af páfugl'
um, klædda hinu fegursta fjaðraskrauti. Þegar lestin fór fram
hjá, hlupu þeir gargandi sína leið, en brátt staðnæmdust þeir
aftur og breiddu þá úr hinu afarskrautlega stéli sínu.
Alt í einu staðnæmdist lestin. Þegar ég leit út, sá ég ótölu-
legan fjölda af verum, sem líktust mönnum. Allar voru þær klaeð-
lausar og undarlega litlar vexti. Þetta voru apar. Þarna voru
þeir í hóp á fljótsbakka skamt frá okkur, og skiftu rnörgum
hundruðum. Sumir sátu í makindum og sleiktu sólskinið.
Aðrir veltu sér í heitum sandinum eða flugust á. Enn aðrir
voru að baða sig í fljótinu, og þeir voru hlægilegastir af öll*
um í hópnum, því þeir höguðu sér nákvæmlega eins og