Eimreiðin - 01.04.1929, Síða 112
200
RITSJÁ
eimreidin
Sagan hefur áður komið út á dÖnsku og er hér þó nokkuð fyllri-
Málið á henni ber þess nokkur merki, að höf. hefur áður ritað mest á
erlenda tungu, en stíll hans er máttugri og myndauðgari en algengt er
um íslenzka höfunda nú á dögum. Mætti benda á ýmsa kafla úr bókinni
þessu til sönnunar, svo sem t. d. kaflann á bls. 54—55 og kaflann um
ráðstefnu goöanna á bls. 158—172. Ðrekkan hefur með þessari bók sýnt
það, að hann hefur þor til að fást við vandasöm verkefni og getu til
ieysa þau vel af hendi. Sv. S.
Friðrik Rafnar: MAHATMA QANDHI (Þorsteinn M. Jónsson) Ak. 1929.
Saga indversku þjóðheljunnar Gandhi er jafnframt saga sjálfstæðis-
baráttu Indverja síðan um aldamót, því hann hefur verið áhrifamesn
foringi þeirra, þótt ýmsir fleiri hafi verið leiðtogar í þeirri baráttu. Sam-
vinnuleysishreyfingin, sem Qandhi kom af stað gegn ensku stjórnarvöld-
urum í Indlandi, er eitthvert einkennilegasta fyrirbrigðið í þjóðmálum
þessarar aldar. Hin ofbeldislausa mótstaða Indverja hefur orðið bitrara
vopn í höndum þeirra, gegn ensku stjórninni, en nokkuð annað. Sera
Friðrik Rafnar hefur í bók þessari um Qandhi gefið skýrt og skipuIsS*
yfirlit um líf hans og hið mikla menningar- og viðreisnarstarf hans >
þágu lndlands. Æfisaga Qandhis er sagan um það, hve miklu maður,
gæddur þolgæði og óbilandi viljaþreki, getur til leiðar komað. Bókin er
þriðja brautryðjendasagan í því safni alþýðlegra fræðirita, sem Þorsteinu
M. Jónsson er að gefa úf á Akureyri, og eins og allar æfisögur göfugra
mikilmenna er hún öllum hollur lesfur. Sv. S.
J. Magnús Bjarnason: HAUSTKVÖLD VIÐ HAFIÐ. Sögur. (Bókav-
Ársæls Árnasonar) Rvík 1929.
Þetta er síðara heftið af smásögusafni því, eftir J. Magnús Bjarnason,
skáld í Vesturheimi, sem minst var á í. 1. hefti Eimr. þ. á. í safninu erU
alls 16 smásögur og eiga flestar sammerkt um það, að vera létt og lipuft
ritaðar og góður skemtilestur. Smásögur Magnúsar rista að vísu e^'
allar djúpt og fullmikill reifarablær á sumum þeirra, en þó er það e'n'
mitt sem smásagnahöfundur og æfintýra, að hann hefur unnið sér heið'
urssess meðal íslenzkra sagnaskálda, og verði einhverntíma gefið út ur-
val íslenzkra smásagna, eiga smásögur hans þær beztu að sjálfsögö11
■heima í því safni. Sv. S.