Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1933, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.10.1933, Blaðsíða 30
380 ÍSLENZK KIRKJA EIMREIÐIW Andinn frá Róm, þ. e. blind hlýðni við kennivald og venjur, hefur aldrei mált sín minna innan íslenzkrar kirkju en nú. Hin forna játningabundna kirkja virðist nú eiga sér aðal- lega eitt vígi, þar sem eru nokkrir áhugamenn innan reykvískrar kirkju og áhangendur þeirra. Þeir sitja í andófi gegn nýrri stefnum, sem langsamlega mest hafa nú sett mót sitt á ís- lenzka kirkju — nýguðfræði og spíritisma. Um aldamót barst nýguðfræðin hingað. Forvígismennirnir voru ungir mentamenn, og alþjóð hlustaði fangin á málaflutn- ing þeirra. Það var sem þar fengist lausn frá svefnúðugu and- rúmslofti lamandi kirkjukenninga, sem bornar höfðu verið fram á leiðinlegu óíslenzku máli og gerðu kröfu til að verða viður- kendar gagnrýnilaust. En nú loks fékk persónuleg gagnrýni svigrúm til þess að glíma öllu óháð við hin flóknu vandamál lífsins, leitandi augu að stara óhrædd, rannsakandi, sannleiks- elsk, beint framan í ásjónu sjálfs lífsins, eins og hún sneri að hverjum einum. Vera má, að færri aðhyllist nú kenningar ný- guðfræðinnar eins og þær komu fyrst fram. Þó stendur sá grundvöllur óhagganlegur, sem þar er lagður — sá, að beita kristindóminn sagnfræðilegri rýni. Og innan íslenzkrar kirkju olli hún stórkostlegum tímamótum. Þá fyrst brýzt andinn frá Worms fullkomlega fram, hinn leitandi frjálsi andi. Þá fer kirkjan aftur að leggja megin-áherzlu á að flytja hverjum ein- stökum kristna trú. Litlu síðar ryður spíritisminn sér til rúms hér. Merkisberar hans voru ýmsir ritfærustu menn þjóðarinnar. Fyrst í stað greip ótti og skelfing margan yfir því, að grafirnar hefðu opnast og dauðir hefðu risið upp. En nú er svo komið, að flestir yngri prestar landsins aðhyllast þessa stefnu og meginþorri alþýðu. Og sé vel að gáð, er það ekki undarlegt, þótt svo hafi farið. Því þetta tvent mun einkenna mjög hvern norrænan mannr I fyrsta lagi gerir hann kröfu til þess að vera einstaklingurr sem vill skoða og rannsaka það, sem fyrir augu ber með eig- in augum. I öðru lagi getur hann verið nær barnslega næm- ur fyrir því dularfulla og yfirnáttúrlega í umhverfi og Hf>- í sál hans mætist þetta tvent: skáldið og gagnrýnarinn. Menning hans er ofin þjóðsögum og saga hans eilíf endur- tekning þess sama: maður stendur gegn manni. Hann heyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.