Eimreiðin - 01.10.1933, Blaðsíða 30
380
ÍSLENZK KIRKJA
EIMREIÐIW
Andinn frá Róm, þ. e. blind hlýðni við kennivald og venjur,
hefur aldrei mált sín minna innan íslenzkrar kirkju en nú.
Hin forna játningabundna kirkja virðist nú eiga sér aðal-
lega eitt vígi, þar sem eru nokkrir áhugamenn innan reykvískrar
kirkju og áhangendur þeirra. Þeir sitja í andófi gegn nýrri
stefnum, sem langsamlega mest hafa nú sett mót sitt á ís-
lenzka kirkju — nýguðfræði og spíritisma.
Um aldamót barst nýguðfræðin hingað. Forvígismennirnir
voru ungir mentamenn, og alþjóð hlustaði fangin á málaflutn-
ing þeirra. Það var sem þar fengist lausn frá svefnúðugu and-
rúmslofti lamandi kirkjukenninga, sem bornar höfðu verið fram
á leiðinlegu óíslenzku máli og gerðu kröfu til að verða viður-
kendar gagnrýnilaust. En nú loks fékk persónuleg gagnrýni
svigrúm til þess að glíma öllu óháð við hin flóknu vandamál
lífsins, leitandi augu að stara óhrædd, rannsakandi, sannleiks-
elsk, beint framan í ásjónu sjálfs lífsins, eins og hún sneri að
hverjum einum. Vera má, að færri aðhyllist nú kenningar ný-
guðfræðinnar eins og þær komu fyrst fram. Þó stendur sá
grundvöllur óhagganlegur, sem þar er lagður — sá, að beita
kristindóminn sagnfræðilegri rýni. Og innan íslenzkrar kirkju
olli hún stórkostlegum tímamótum. Þá fyrst brýzt andinn frá
Worms fullkomlega fram, hinn leitandi frjálsi andi. Þá fer
kirkjan aftur að leggja megin-áherzlu á að flytja hverjum ein-
stökum kristna trú.
Litlu síðar ryður spíritisminn sér til rúms hér. Merkisberar
hans voru ýmsir ritfærustu menn þjóðarinnar. Fyrst í stað greip
ótti og skelfing margan yfir því, að grafirnar hefðu opnast og
dauðir hefðu risið upp. En nú er svo komið, að flestir yngri
prestar landsins aðhyllast þessa stefnu og meginþorri alþýðu.
Og sé vel að gáð, er það ekki undarlegt, þótt svo hafi farið.
Því þetta tvent mun einkenna mjög hvern norrænan mannr
I fyrsta lagi gerir hann kröfu til þess að vera einstaklingurr
sem vill skoða og rannsaka það, sem fyrir augu ber með eig-
in augum. I öðru lagi getur hann verið nær barnslega næm-
ur fyrir því dularfulla og yfirnáttúrlega í umhverfi og Hf>-
í sál hans mætist þetta tvent: skáldið og gagnrýnarinn.
Menning hans er ofin þjóðsögum og saga hans eilíf endur-
tekning þess sama: maður stendur gegn manni. Hann heyrir