Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1934, Síða 12

Eimreiðin - 01.10.1934, Síða 12
338 EINAR BENEDIKTSSON, S]ÖTUOUR eimreiðiN um viðstöddum hitnaði um hjartað. Maður fann við fyrstu kynni, að það var eitthvað jörmuneflt við þenna mann. Hann var þá um fimtugt og á hátindi velgengninnar, hafði komið fyrir skömmu utan úr löndum og var á förum aftur. í dag» hinn 31. október, varð hann sjötugur. Einar Benediktsson er víðförull maður og hefur kynst and- legum straumum og stefnum meðal skyldra og fjarskyldra þjóða. En hann hefur flutt hina erlendu fjársjóðu andans heim, steypt þá upp að nýju í gull íslenzkunnar og gefið þá þjóð sinni. Ungir mentamenn, sem numið hafa erlendis, kvarta stundum um, að ekki sé hægt að skrifa um vandasöm vís- indaleg og fagurfræðileg efni á íslenzku. Mentamaður einn, nýkominn heim frá Frakklandi, þar sem hann hafði stundað háskólanám og lokið því með lofi, kvartaði um þetta sama við mig fyrir skömmu. Ég hélt því fram, að orð væri »á ÍS' landi til um alt, sem er hugsað á jörðu*, ef aðeins vaeri nógu vel leitað. Einar Benediktsson hefur sjálfur sannað þessi sín eigin orð úr hinu snildarfagra kvæði til móður sinnar. Því ekkert íslenzkt ljóðskáld, þeirra, sem nú eru uppi, hefur sýnt hvílíkur er máttur íslenzkrar tungu, eins' og hann. En hann hefur að sjálfsögðu fundið snemma, alveg eins og mentamaðurinn, sem ég nefndi, að orð vantaði oft í málið yfir erlend hugtök, að málið þurfti umbóta við til þess að fylgjast með tímanum. En honum hefur aldrei dottið annað 1 hug en að vel mætti ráða bót á því, án þess nokkurn tíma að taka upp útlend orð. Það sýnir grein hans í Sunnanfara (árg. 1891, bls. 56 — 57), sem ef til vill er fyrsta greinin, sem eftir hann birtist á prenti. Greinin heitir íslenzk orðmyndun> og gerir hann þar tillögur um að skipa nefnd valinna manna, til að safna íslenzkum orðum og mynda íslenzk nýyrði yf‘r útlend orð, sem ekki verða íslenzkuð með þeim orðum, sem fyrir eru í málinu. Þessi umhyggja skáldsins fyrir tungunni kemur hvarvetna fram í ljóðlist hans. Verði efnið honum of erfitt viðfangs, þa kýs hann samt heldur að steypa hugsun sína í stakk íslenzk- unnar, þótt þröngur kunni að vera, en að leita nokkurn tíma á náðir aðfenginna orða. Hann sækir mörg yrkisefni sín til annara þjóða og landa. En þótt hann fari um fjarlæg lönd
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.