Eimreiðin - 01.10.1934, Blaðsíða 12
338 EINAR BENEDIKTSSON, S]ÖTUOUR eimreiðiN
um viðstöddum hitnaði um hjartað. Maður fann við fyrstu
kynni, að það var eitthvað jörmuneflt við þenna mann. Hann
var þá um fimtugt og á hátindi velgengninnar, hafði komið
fyrir skömmu utan úr löndum og var á förum aftur. í dag»
hinn 31. október, varð hann sjötugur.
Einar Benediktsson er víðförull maður og hefur kynst and-
legum straumum og stefnum meðal skyldra og fjarskyldra
þjóða. En hann hefur flutt hina erlendu fjársjóðu andans heim,
steypt þá upp að nýju í gull íslenzkunnar og gefið þá þjóð
sinni. Ungir mentamenn, sem numið hafa erlendis, kvarta
stundum um, að ekki sé hægt að skrifa um vandasöm vís-
indaleg og fagurfræðileg efni á íslenzku. Mentamaður einn,
nýkominn heim frá Frakklandi, þar sem hann hafði stundað
háskólanám og lokið því með lofi, kvartaði um þetta sama
við mig fyrir skömmu. Ég hélt því fram, að orð væri »á ÍS'
landi til um alt, sem er hugsað á jörðu*, ef aðeins vaeri
nógu vel leitað. Einar Benediktsson hefur sjálfur sannað þessi
sín eigin orð úr hinu snildarfagra kvæði til móður sinnar.
Því ekkert íslenzkt ljóðskáld, þeirra, sem nú eru uppi, hefur
sýnt hvílíkur er máttur íslenzkrar tungu, eins' og hann.
En hann hefur að sjálfsögðu fundið snemma, alveg eins og
mentamaðurinn, sem ég nefndi, að orð vantaði oft í málið
yfir erlend hugtök, að málið þurfti umbóta við til þess að
fylgjast með tímanum. En honum hefur aldrei dottið annað 1
hug en að vel mætti ráða bót á því, án þess nokkurn tíma
að taka upp útlend orð. Það sýnir grein hans í Sunnanfara
(árg. 1891, bls. 56 — 57), sem ef til vill er fyrsta greinin, sem
eftir hann birtist á prenti. Greinin heitir íslenzk orðmyndun>
og gerir hann þar tillögur um að skipa nefnd valinna manna,
til að safna íslenzkum orðum og mynda íslenzk nýyrði yf‘r
útlend orð, sem ekki verða íslenzkuð með þeim orðum, sem
fyrir eru í málinu.
Þessi umhyggja skáldsins fyrir tungunni kemur hvarvetna
fram í ljóðlist hans. Verði efnið honum of erfitt viðfangs, þa
kýs hann samt heldur að steypa hugsun sína í stakk íslenzk-
unnar, þótt þröngur kunni að vera, en að leita nokkurn tíma
á náðir aðfenginna orða. Hann sækir mörg yrkisefni sín til
annara þjóða og landa. En þótt hann fari um fjarlæg lönd